Innlent

Fyrstu nautgripirnir til Eyja í fjörutíu ár

Kristján Hjálmarsson skrifar
Vísír/Óskar P. Friðriksson
Fyrstu nautgripirnir í fjörutíu ár, voru fluttir til Vestmannaeyja í dag.  Ekki hafa verið nautgripir í Vestmannaeyjum síðan 23. janúar 1973, þegar nautgripum í Vestmannaeyjum var slátrað vegna eldsumbrotanna á Heimaey.  Þetta kemur fram á vef Eyjafrétta.

Það eru hinir svokölluðu Dallasbændur sem fluttu nautin til Eyja í dag en um tvo nautkálfa er að ræða. Guðjón Rögnvaldsson, sem stóð fyrir flutningi kálfanna, segir  í samtali við Eyjafréttir að ætlunin sé að rækta kálfana í kjöt en átján mánaða ná þeir þeirri stærð sem er talin hæfileg. 

Að því er fram kemur á vef Eyjafrétta var fjöldi nautgripa í Vestmannaeyjum á árum áður.  Stærsta mjólkurbúið var rétt handan við hálsinn frá Dallas, Dalabú en þar voru um 50 mjólkandi kýr þegar mest var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×