Vill að Landsvirkjun verði gullgæs Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júní 2013 12:47 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, fagnaði óvæntum samhljómi í umræðum um rammaáætlun á Alþingi síðdegis í gær. Hann og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sögðu báðir gríðarleg tækifæri í orkuauðlindum þjóðarinnar og sagði Árni Páll að Landsvirkjun gæti orðið sannkölluð gullgæs. Formaður Samfylkingarinnar vitnaði til nýlegra yfirlýsinga ráðherra um að til greina kæmi að Landsvirkjun semdi um orkusölu til álvers í Helguvík og spurði hvort arðsemi yrði lögð til grundvallar við ákvarðanir um virkjanir eða hvort pólitísk handaflsbeiting myndi ráða. „Þetta snýst ekki um að ég sé á móti álveri í Helguvík. Ég er einfaldlega þeirrar skoðunar að það sé ekki hlutverk ráðherra, sem standa eiga varðstöðu um arðsemi af auðlindinni, að gefa grænt ljós á að tilteknir viðsemjendur séu sérstakir vildarvinir ríkisins og njóti velþóknunar ríkisstjórnarinnar og þar með gefa Landsvirkjun til kynna að það sé beinlínis ætlast til þess að samið sé við þessa aðila," sagði Árni Páll. Fjármálaráðherra sagði hins vegar að ekki yrði hróflað við grunnhlutverki Landsvirkjunar: „Sem er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Þetta er eitthvað sem við hljótum að geta verið sammála um," sagði Bjarni. „Það kemur mér ánægjulega á óvart að sjá þennan góða samhljóm sem er í þessari umræðu," voru viðbrögð Árna Páls. Kvaðst hann sérstaklega fagna yfirlýsingu Bjarna um að viðskiptaleg sjónarmið yrðu látin ráða og kvaðst treysta því að ekki yrði hróflað við arðsemisstefnu Landsvirkjunar. „Það eru gríðarleg tækifæri í aukinni arðsemi Landsvirkjunar. Það er hægt að auka arðsemi Landsvirkjunar mjög og það er mikilvægt að við gerum það þannig að þetta fyrirtæki verði okkur sannkölluð gullgæs. En þannig að allt verði þetta gert með sjálfbærum hætti," sagði Árni Páll. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. „Ég er þeirrar skoðar að við eigum enn ótrúlega miklar auðlindir óbeislaðar. Það rennur enn mikið vatn óbeislað til sjávar. Það á ekki bara við á þeim stöðum þar sem ekki hefur verið virkjað. Það á líka við á stöðum þar sem þegar hefur verið virkjað," sagði Bjarni. Hann benti meðal annars á að framhjá Kárahnjúkavirkjun rynni um það bil 9% af öllu því afli sem þegar hefði verið virkjað hjá Landsvirkjun. Það gætu verið 100-200 megavött. „Það eru ómæld tækifæri, ef menn bara hafa viljann og framtíðarsýn til að grípa þau til að bæta lífskjörin í landinu," sagði fjármálaráðherra. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, fagnaði óvæntum samhljómi í umræðum um rammaáætlun á Alþingi síðdegis í gær. Hann og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sögðu báðir gríðarleg tækifæri í orkuauðlindum þjóðarinnar og sagði Árni Páll að Landsvirkjun gæti orðið sannkölluð gullgæs. Formaður Samfylkingarinnar vitnaði til nýlegra yfirlýsinga ráðherra um að til greina kæmi að Landsvirkjun semdi um orkusölu til álvers í Helguvík og spurði hvort arðsemi yrði lögð til grundvallar við ákvarðanir um virkjanir eða hvort pólitísk handaflsbeiting myndi ráða. „Þetta snýst ekki um að ég sé á móti álveri í Helguvík. Ég er einfaldlega þeirrar skoðunar að það sé ekki hlutverk ráðherra, sem standa eiga varðstöðu um arðsemi af auðlindinni, að gefa grænt ljós á að tilteknir viðsemjendur séu sérstakir vildarvinir ríkisins og njóti velþóknunar ríkisstjórnarinnar og þar með gefa Landsvirkjun til kynna að það sé beinlínis ætlast til þess að samið sé við þessa aðila," sagði Árni Páll. Fjármálaráðherra sagði hins vegar að ekki yrði hróflað við grunnhlutverki Landsvirkjunar: „Sem er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Þetta er eitthvað sem við hljótum að geta verið sammála um," sagði Bjarni. „Það kemur mér ánægjulega á óvart að sjá þennan góða samhljóm sem er í þessari umræðu," voru viðbrögð Árna Páls. Kvaðst hann sérstaklega fagna yfirlýsingu Bjarna um að viðskiptaleg sjónarmið yrðu látin ráða og kvaðst treysta því að ekki yrði hróflað við arðsemisstefnu Landsvirkjunar. „Það eru gríðarleg tækifæri í aukinni arðsemi Landsvirkjunar. Það er hægt að auka arðsemi Landsvirkjunar mjög og það er mikilvægt að við gerum það þannig að þetta fyrirtæki verði okkur sannkölluð gullgæs. En þannig að allt verði þetta gert með sjálfbærum hætti," sagði Árni Páll. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. „Ég er þeirrar skoðar að við eigum enn ótrúlega miklar auðlindir óbeislaðar. Það rennur enn mikið vatn óbeislað til sjávar. Það á ekki bara við á þeim stöðum þar sem ekki hefur verið virkjað. Það á líka við á stöðum þar sem þegar hefur verið virkjað," sagði Bjarni. Hann benti meðal annars á að framhjá Kárahnjúkavirkjun rynni um það bil 9% af öllu því afli sem þegar hefði verið virkjað hjá Landsvirkjun. Það gætu verið 100-200 megavött. „Það eru ómæld tækifæri, ef menn bara hafa viljann og framtíðarsýn til að grípa þau til að bæta lífskjörin í landinu," sagði fjármálaráðherra.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sjá meira