Vill að Landsvirkjun verði gullgæs Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júní 2013 12:47 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, fagnaði óvæntum samhljómi í umræðum um rammaáætlun á Alþingi síðdegis í gær. Hann og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sögðu báðir gríðarleg tækifæri í orkuauðlindum þjóðarinnar og sagði Árni Páll að Landsvirkjun gæti orðið sannkölluð gullgæs. Formaður Samfylkingarinnar vitnaði til nýlegra yfirlýsinga ráðherra um að til greina kæmi að Landsvirkjun semdi um orkusölu til álvers í Helguvík og spurði hvort arðsemi yrði lögð til grundvallar við ákvarðanir um virkjanir eða hvort pólitísk handaflsbeiting myndi ráða. „Þetta snýst ekki um að ég sé á móti álveri í Helguvík. Ég er einfaldlega þeirrar skoðunar að það sé ekki hlutverk ráðherra, sem standa eiga varðstöðu um arðsemi af auðlindinni, að gefa grænt ljós á að tilteknir viðsemjendur séu sérstakir vildarvinir ríkisins og njóti velþóknunar ríkisstjórnarinnar og þar með gefa Landsvirkjun til kynna að það sé beinlínis ætlast til þess að samið sé við þessa aðila," sagði Árni Páll. Fjármálaráðherra sagði hins vegar að ekki yrði hróflað við grunnhlutverki Landsvirkjunar: „Sem er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Þetta er eitthvað sem við hljótum að geta verið sammála um," sagði Bjarni. „Það kemur mér ánægjulega á óvart að sjá þennan góða samhljóm sem er í þessari umræðu," voru viðbrögð Árna Páls. Kvaðst hann sérstaklega fagna yfirlýsingu Bjarna um að viðskiptaleg sjónarmið yrðu látin ráða og kvaðst treysta því að ekki yrði hróflað við arðsemisstefnu Landsvirkjunar. „Það eru gríðarleg tækifæri í aukinni arðsemi Landsvirkjunar. Það er hægt að auka arðsemi Landsvirkjunar mjög og það er mikilvægt að við gerum það þannig að þetta fyrirtæki verði okkur sannkölluð gullgæs. En þannig að allt verði þetta gert með sjálfbærum hætti," sagði Árni Páll. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. „Ég er þeirrar skoðar að við eigum enn ótrúlega miklar auðlindir óbeislaðar. Það rennur enn mikið vatn óbeislað til sjávar. Það á ekki bara við á þeim stöðum þar sem ekki hefur verið virkjað. Það á líka við á stöðum þar sem þegar hefur verið virkjað," sagði Bjarni. Hann benti meðal annars á að framhjá Kárahnjúkavirkjun rynni um það bil 9% af öllu því afli sem þegar hefði verið virkjað hjá Landsvirkjun. Það gætu verið 100-200 megavött. „Það eru ómæld tækifæri, ef menn bara hafa viljann og framtíðarsýn til að grípa þau til að bæta lífskjörin í landinu," sagði fjármálaráðherra. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, fagnaði óvæntum samhljómi í umræðum um rammaáætlun á Alþingi síðdegis í gær. Hann og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sögðu báðir gríðarleg tækifæri í orkuauðlindum þjóðarinnar og sagði Árni Páll að Landsvirkjun gæti orðið sannkölluð gullgæs. Formaður Samfylkingarinnar vitnaði til nýlegra yfirlýsinga ráðherra um að til greina kæmi að Landsvirkjun semdi um orkusölu til álvers í Helguvík og spurði hvort arðsemi yrði lögð til grundvallar við ákvarðanir um virkjanir eða hvort pólitísk handaflsbeiting myndi ráða. „Þetta snýst ekki um að ég sé á móti álveri í Helguvík. Ég er einfaldlega þeirrar skoðunar að það sé ekki hlutverk ráðherra, sem standa eiga varðstöðu um arðsemi af auðlindinni, að gefa grænt ljós á að tilteknir viðsemjendur séu sérstakir vildarvinir ríkisins og njóti velþóknunar ríkisstjórnarinnar og þar með gefa Landsvirkjun til kynna að það sé beinlínis ætlast til þess að samið sé við þessa aðila," sagði Árni Páll. Fjármálaráðherra sagði hins vegar að ekki yrði hróflað við grunnhlutverki Landsvirkjunar: „Sem er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Þetta er eitthvað sem við hljótum að geta verið sammála um," sagði Bjarni. „Það kemur mér ánægjulega á óvart að sjá þennan góða samhljóm sem er í þessari umræðu," voru viðbrögð Árna Páls. Kvaðst hann sérstaklega fagna yfirlýsingu Bjarna um að viðskiptaleg sjónarmið yrðu látin ráða og kvaðst treysta því að ekki yrði hróflað við arðsemisstefnu Landsvirkjunar. „Það eru gríðarleg tækifæri í aukinni arðsemi Landsvirkjunar. Það er hægt að auka arðsemi Landsvirkjunar mjög og það er mikilvægt að við gerum það þannig að þetta fyrirtæki verði okkur sannkölluð gullgæs. En þannig að allt verði þetta gert með sjálfbærum hætti," sagði Árni Páll. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. „Ég er þeirrar skoðar að við eigum enn ótrúlega miklar auðlindir óbeislaðar. Það rennur enn mikið vatn óbeislað til sjávar. Það á ekki bara við á þeim stöðum þar sem ekki hefur verið virkjað. Það á líka við á stöðum þar sem þegar hefur verið virkjað," sagði Bjarni. Hann benti meðal annars á að framhjá Kárahnjúkavirkjun rynni um það bil 9% af öllu því afli sem þegar hefði verið virkjað hjá Landsvirkjun. Það gætu verið 100-200 megavött. „Það eru ómæld tækifæri, ef menn bara hafa viljann og framtíðarsýn til að grípa þau til að bæta lífskjörin í landinu," sagði fjármálaráðherra.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira