Enski boltinn

Brian Kidd stýrði Manchester City til sigurs

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Sergio Agüero tryggði Manchester City 2-0 sigur á Reading í kvöld í fyrsta leik liðsins eftir að félagið rak knattspyrnustjóra sinn Roberto Mancini. Brian Kidd stýrði liði City í þessum leik því David Platt, aðstoðarmaður Mancini, sagði upp störfum fyrr um daginn.

Manchester City tapaði 0-1 fyrir Wigan í úrslitaleik enska bikarsins um síðustu helgi sem var jafnframt síðasti leikur liðsins undir stjórn Roberto Mancini. Leikurinn skipti litlu máli fyrir liðin því Reading var fallið úr deildinni en Manchester City tryggði sér með þessum sigri annað sætið í deildinni.

Stuðningsmenn sungu Roberto Mancini söngva allan leikinn og voru greinilega ekki sáttir við að maðurinn sem kom með fyrstu titlana til félagsins frá því á sjöunda áratugnum var látinn taka pokann sinn.

Sergio Agüero skoraði fyrsta mark leiksins á 40. mínútu eftir laglegan undirbúning frá James Milner og David Silva. Edin Džeko innsiglaði síðan sigurinn á 88. mínútu eftir stoðsendingu frá David Silva.

Manchester City er tíu stigum á eftir nágrönnum sínum í Manchester United en jafnframt sex stigum á undan Chelsea sem er í 3. sætinu.



Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×