Enski boltinn

Rooney vill frekar spila í sókninni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

„Ég er framherji. Ég vil skora fleiri mörk,“ sagði Wayne Rooney í samtali við knattspyrnutímaritið Four Four Two á dögunum.

Rooney er á mála hjá Manchester United en hefur farið fram á sölu frá félaginu. Óvíst er hvort hún verði samþykkt en hann á enn eftir að ræða við David Moyes, nýjan knattspyrnustjóra félagsins.

Fráfarandi stjóri, Alex Ferguson, notaði Rooney oft sem sóknartengilið eftir komu Robin van Persie til félagsins síðastliðið sumar. Hann var spurður hvort hann hefði notið þess að gegna því hlutverki.

„Nei. Ég gæti spilað þessa stöðu í framtíðinni en ég er enn framherji í dag. Þegar maður spilar frammi þarf maður að halda boltanum og bíða eftir hjálpinni. Það kemur með reynslunni. Ég tel að það hlutverk henti mér vel og vonandi stend ég mig áfram vel í þeirri stöðu,“ er haft eftir Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×