Enski boltinn

Markmiðið að koma liðinu í Meistaradeild Evrópu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Roberto Martinez
Roberto Martinez Mynd. / Getty Images

Roberto Martinez hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Everton og gerði fyrr í dag fjögurra ára samning við félagið.

Maritnez gerði Wigan að enskum bikarmeistara á tímabilinu en á sama tíma féll liðin niður um deild, stormasamt tímabil hjá félaginu en knattspyrnustjórinn hefur löngu sannað að hann hefur mikið fram að færa sem stjóri í ensku úrvalsdeildinni.

„Þetta hefur verið virkilega sérstakur dagur,“ sagði Roberto Martinez.

„Mig langar að þakka stjórnarformanni Everton og þeim sem komu að ráðningu minni. Þetta er gríðarlega stór klúbbur með mikla hefð og sögu, ég get ekki beðið með að byrja hér.“

„Tími minn hjá Wigan var stórkostlegur og ég naut mín í botn hjá félaginu en eftir fjögur fín ár var komið að lokum.“

„Þegar ég hafði hitt stjórnarformanninn þá vissi ég að þetta væri rétti klúbburinn fyrir mig. Það verður virkilega erfitt að taka við af David Moyes en ég myndi aldrei taka verkefnið að mér ef ég myndi ekki treysta mér í það.“

„Það verður án efa mikil pressa á mér á næsta tímabili, en Moyes hefur búið til frábæran grunn og gott lið til að taka við.“

„Stjórnarformaðurinn hefur ekki sett mikla pressu á mig, nema það að hann vill að Everton komist í Meistaradeild Evrópu,“ sagði Martinez kátur að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×