Fótbolti

Strákarnir á leið í loftið

Ragnar Sigurðsson, Sölvi Geir Ottesen, Haraldur Björnsson og Arnór Smárason.
Ragnar Sigurðsson, Sölvi Geir Ottesen, Haraldur Björnsson og Arnór Smárason. Mynd/Vilhelm
„Velkomin um borð í þessa sigurför til Zagreb," sagði flugstjóri Eldfells, flugvélar Icelandair, sem mun flytja strákana okkar til Króatíu fyrir síðari umspilsleikinn um sæti á HM í Brasilíu.

Íslenska landsliðið heldur utan til Zagreb í dag og fór vel á leikmönnum landsliðsins í flugsstöð Leifs Eiríkssonar rétt fyrir flugtak.

Fram undan er fjögurra tíma flugferð til Zagreb þar sem síðari leikurinn í umspilseinvíginu gegn Króatíu fer fram á þriðjudagskvöldið. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli á Laugardalsvelli á föstudagskvöldið.

KSÍ hefur haft milligöngu um að selja 700 Íslendingum miða á leikinn og er ekki útilokað að fleiri munu bætast í hópinn á næstu tveimur dögum.

Alls eru 145 manns í Boeing 757 flugvél Icelandair, sem tekur 183 farþega, sem er nú á leið til Zagreb. Kolbeinn Tumi Daðason blaðamaður og Vilhelm Gunarsson ljósmyndari eru með í för og munu flytja fréttir af strákunum okkar næstu daga hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×