Strákarnir lentir í Zagreb Kolbeinn Tumi Daðason í Zagreb skrifar 17. nóvember 2013 18:31 Frá flugvellinum í Zagreb. Mynd/Vilhelm Flugvél Icelandair, með leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu innanborðs, lenti í Zagreb rétt fyrir klukkan hálf átta að staðartíma eða um 18:30 að íslenskum tíma í kvöld. Tveir sólarhringar eru í að flautað verði til leiks í síðari leiknum gegn Króötum um sæti á HM næsta sumar. Leikmenn íslenska liðsins mættu í Leifsstöð skömmu fyrir flugtak og létu fara vel um sig á fyrsta farrými. Reyndar komust ekki allir leikmenn liðsins fyrir á afmarkaða svæðinu framan við fræga gráa tjaldið. Kristinn Jónsson, einn þeirra sem sat aftan við tjaldið, var þó sérstaklega heppinn með sessunaut en bakvörður Breiðabliks sat við hlið landsliðsþjálfarans Lars Lagerbäck. Vel virtist fara um landsliðsþjálfarann sænska sem notaði tímann, eins og fleiri, og hallaði aftur augunum og slakaði á. Hann virtist lítið kippa sér upp við þá staðreynd að sæti hans var beint við hliðina á öðru af tveimur salernum í vélinni. Þau voru venju samkvæmt vel nýtt og reyndar sérstaklega vel nýtt í flugferðinni sem tók um fjóra og hálfa klukkustund. Tæplega níutíu stuðningsmenn landsliðsins voru í vélinni ásamt fjölmiðlamönnum, leikmönnum og starfsfólki Knattspyrnusambandsins. Flugfreyjur- og þjónar áttu fullt í fangi með að færa stuðningsmönnum drykki á drykki ofan sem að skilaði sér í fjölda salernisferða. Þá færði starfsfólk flugfélagsins farþegum íslenska silkitrefla sem langflestir skelltu utan um hálsinn á sér með bros á vör. Mikill meirihluti stuðningsmannanna var karlkyns en sumir voru þó með maka sína með sér. Tvær dömur sem undirritaður tók tali sögðu þó alls ekki þannig að þær væru minni stuðningsmenn en karlarnir þeirra. Þvert á móti. Landsliðið mun dvelja á hóteli í miðborg Zagreb næstu þrjár nætur. Liðið æfir á keppnisvellinum á morgun, Maksimir-leikvanginum sem kenndur er við samnefnt hverfi í króatísku höfuðborginni. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Sjá meira
Flugvél Icelandair, með leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu innanborðs, lenti í Zagreb rétt fyrir klukkan hálf átta að staðartíma eða um 18:30 að íslenskum tíma í kvöld. Tveir sólarhringar eru í að flautað verði til leiks í síðari leiknum gegn Króötum um sæti á HM næsta sumar. Leikmenn íslenska liðsins mættu í Leifsstöð skömmu fyrir flugtak og létu fara vel um sig á fyrsta farrými. Reyndar komust ekki allir leikmenn liðsins fyrir á afmarkaða svæðinu framan við fræga gráa tjaldið. Kristinn Jónsson, einn þeirra sem sat aftan við tjaldið, var þó sérstaklega heppinn með sessunaut en bakvörður Breiðabliks sat við hlið landsliðsþjálfarans Lars Lagerbäck. Vel virtist fara um landsliðsþjálfarann sænska sem notaði tímann, eins og fleiri, og hallaði aftur augunum og slakaði á. Hann virtist lítið kippa sér upp við þá staðreynd að sæti hans var beint við hliðina á öðru af tveimur salernum í vélinni. Þau voru venju samkvæmt vel nýtt og reyndar sérstaklega vel nýtt í flugferðinni sem tók um fjóra og hálfa klukkustund. Tæplega níutíu stuðningsmenn landsliðsins voru í vélinni ásamt fjölmiðlamönnum, leikmönnum og starfsfólki Knattspyrnusambandsins. Flugfreyjur- og þjónar áttu fullt í fangi með að færa stuðningsmönnum drykki á drykki ofan sem að skilaði sér í fjölda salernisferða. Þá færði starfsfólk flugfélagsins farþegum íslenska silkitrefla sem langflestir skelltu utan um hálsinn á sér með bros á vör. Mikill meirihluti stuðningsmannanna var karlkyns en sumir voru þó með maka sína með sér. Tvær dömur sem undirritaður tók tali sögðu þó alls ekki þannig að þær væru minni stuðningsmenn en karlarnir þeirra. Þvert á móti. Landsliðið mun dvelja á hóteli í miðborg Zagreb næstu þrjár nætur. Liðið æfir á keppnisvellinum á morgun, Maksimir-leikvanginum sem kenndur er við samnefnt hverfi í króatísku höfuðborginni.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Sjá meira