Enski boltinn

Ekki gleyma þessari tilfinningu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Nigel Adkins, stjóri Reading, sagði leikmönnum sínum eftir leik í dag að gleyma því aldrei hvernig það er að falla úr ensku úrvalsdeildinni.

Reading og QPR féllu bæði eftir markalaust jafntefli fyrr í dag. Leikurinn var tilþrifalítill og bragðdaufur.

„Ég sagði leikmönnum að leggja vel á minnið hvernig þeim líður núna. Það er aldrei góð tilfinning að falla og þeir verða að sjá til þess að þeir upplifi hana aldrei aftur,“ sagði Adkins eftir leikinn í dag.

„Við þurfum nú að byggja upp til framtíðar og læra lexíur þessa tímabils. Við þurfum að koma félaginu í jákvæða stöðu og reyna að komast aftur í ensku úrvalsdeildina.“

„Það er ávallt áskorun fyrir nýliða að halda sér uppi enda er enska úrvalsdeildin óvægin.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×