Enski boltinn

Reading og QPR féllu bæði eftir markalaust jafntefli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Reading og QPR eru bæði fallin úr ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa gert markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Leikurinn náði aldrei neinu flugi og komst aldrei á þann stall að um væri að ræða sex stiga leik.

Liðin áttu bæði í vandræðum með að skapa sér færi í leiknum og ekkert mark var því skorað. Bæði lið féllu því niður um deild eftir úrslitin og verða því ekki í deild þeirra bestu á næsta tímabili.

Reading er í neðsta sæti deildarinnar með 25 stig en QPR er í næst neðsta sætinu, einnig með 25 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×