Enski boltinn

Rooney ætti að ná nýársslagnum gegn Gylfa og félögum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Wayne Rooney var ekki í leikmannahópi Manchester United í heimsókn Rauðu djöflanna til Norwich í dag.

Framherjinn er lítillega meiddur á nára og ferðaðist ekki með Englandsmeisturunum til Norwich. Samkvæmt heimildum BBC eru meiðslin ekki það alvarleg eðlis að hann verði lengi frá.

Reiknað er með því að Rooney verði klár í slaginn er United fær Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í heimsókn á nýársdag. Enski landsliðsframherjinn hefur lagt upp nítján mörk í deildinni það sem af er leiktíð eða flest allra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×