Frelsi að skrifa ekki á móðurmálinu Ugla Egilsdóttir skrifar 5. nóvember 2013 07:00 Ljóðskáldið hefur gefið út sína fyrstu bók, Stofumyrkur. fréttablaðið/vilhelm Þrátt fyrir að heita íslensku nafni þá er móðurmál ljóðskáldsins Bergrúnar Önnu Hallsteinsdóttur ekki íslenska heldur enska. Bergrún hefur búið á Íslandi í sex ár. Hún er hálfíslensk og kom hingað til lands þegar hún var 21 árs og kunni þá enga íslensku. Þrátt fyrir það gaf hún út ljóðabók í síðustu viku á íslensku. Bókin kom út hjá Meðgönguljóðum og heitir Stofumyrkur. Í henni er blanda af ljóðum sem hún orti á íslensku og svo ljóðum sem hún skrifaði upphaflega á ensku sem voru þýdd yfir á íslensku. „Ég kunni að segja nafnið mitt þegar ég kom hingað,“ segir Bergrún, og bætir við að það hafi vissulega komið að góðum notum enda algjört lykilatriði í daglegu lífi. Hún lýsir því að auki að hljóðin í nafninu hennar eru ekki auðveld í framburði fyrir einhvern sem hefur ensku að móðurmáli. Sérstaklega „r“, „l“ og „g“, sem koma einmitt öll fyrir í nafninu hennar. „Ég fór fyrst í kvöldskóla í mánuð og síðan fór ég að vinna á frístundaheimili í Austurbæjarskóla í þrjú og hálft ár,“ segir hún. Í gegnum stéttarfélagið bauðst henni svo annað mánaðarlangt íslenskunámskeið. „Mér fannst þó gagnlegra að læra tungumálið í samfélaginu frekar en í einhverri stofu.“ Þessi aðferð hefur greinilega virkað því Bergrún talar íslensku reiprennandi. Hún segir að það hafi verið mjög gefandi að yrkja á íslensku. „Það var eins og að ýta á „refresh“. Ég fékk nýtt sjónarhorn á hvað ég gat gert. Ég var allavega mjög opin á meðan ég var að skrifa.“ Hún játar að hafa verið kvíðin yfir því að birta ljóðin. „Ég held að það sé algengt að maður sé kvíðinn þegar maður birtir ljóð, en ég var líka kvíðin af því að þetta var ekki mitt fyrsta tungumál. Var ekki viss hversu opið fólk væri fyrir því en það er ákveðið frelsi að skrifa á tungumáli sem er ekki móðurmálið manns.“ Þegar hún skrifar á ensku segist hún vera bundnari af reglum tungumálsins. „Af því að ég er ekki með eins mikla tilfinningu fyrir íslensku þá er ég meira tilbúin til að gera bara hvað sem er.“ Menning Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira
Þrátt fyrir að heita íslensku nafni þá er móðurmál ljóðskáldsins Bergrúnar Önnu Hallsteinsdóttur ekki íslenska heldur enska. Bergrún hefur búið á Íslandi í sex ár. Hún er hálfíslensk og kom hingað til lands þegar hún var 21 árs og kunni þá enga íslensku. Þrátt fyrir það gaf hún út ljóðabók í síðustu viku á íslensku. Bókin kom út hjá Meðgönguljóðum og heitir Stofumyrkur. Í henni er blanda af ljóðum sem hún orti á íslensku og svo ljóðum sem hún skrifaði upphaflega á ensku sem voru þýdd yfir á íslensku. „Ég kunni að segja nafnið mitt þegar ég kom hingað,“ segir Bergrún, og bætir við að það hafi vissulega komið að góðum notum enda algjört lykilatriði í daglegu lífi. Hún lýsir því að auki að hljóðin í nafninu hennar eru ekki auðveld í framburði fyrir einhvern sem hefur ensku að móðurmáli. Sérstaklega „r“, „l“ og „g“, sem koma einmitt öll fyrir í nafninu hennar. „Ég fór fyrst í kvöldskóla í mánuð og síðan fór ég að vinna á frístundaheimili í Austurbæjarskóla í þrjú og hálft ár,“ segir hún. Í gegnum stéttarfélagið bauðst henni svo annað mánaðarlangt íslenskunámskeið. „Mér fannst þó gagnlegra að læra tungumálið í samfélaginu frekar en í einhverri stofu.“ Þessi aðferð hefur greinilega virkað því Bergrún talar íslensku reiprennandi. Hún segir að það hafi verið mjög gefandi að yrkja á íslensku. „Það var eins og að ýta á „refresh“. Ég fékk nýtt sjónarhorn á hvað ég gat gert. Ég var allavega mjög opin á meðan ég var að skrifa.“ Hún játar að hafa verið kvíðin yfir því að birta ljóðin. „Ég held að það sé algengt að maður sé kvíðinn þegar maður birtir ljóð, en ég var líka kvíðin af því að þetta var ekki mitt fyrsta tungumál. Var ekki viss hversu opið fólk væri fyrir því en það er ákveðið frelsi að skrifa á tungumáli sem er ekki móðurmálið manns.“ Þegar hún skrifar á ensku segist hún vera bundnari af reglum tungumálsins. „Af því að ég er ekki með eins mikla tilfinningu fyrir íslensku þá er ég meira tilbúin til að gera bara hvað sem er.“
Menning Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira