Enski boltinn

Jagielka frá í fjórar vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jagielka í leiknum gegn Sunderland.
Jagielka í leiknum gegn Sunderland. Nordic Photos / Getty
Roberto Martinez, stjóri Everton, hefur staðfest að varnarmaðurinn Phil Jagielka verði frá næstu fjórar vikurnar.

Jagielka meiddist aftan í læri í 1-0 tapi Everton gegn Sunderland á öðrum degi jóla. Hann missti því af 2-1 sigrinum á Southampton um  helgina.

„Meiðsli sem þessi þýða yfirleitt fjögurra vikna fjarveru en ef ég þekki Phil rétt verður hann aftur kominn fyrr á ferðina,“ sagði Martinez.

„Það er mikið álag á leikmönnum í nóvember og desember og meiðslahættan er mikil. Þetta er því skiljanlegt,“ bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×