Fótbolti

Ungur landsliðsmaður Trinidad lést í dag

Adams í landsleik gegn Paragvæ.
Adams í landsleik gegn Paragvæ.
Knattspyrnukappinn Akeem Adams hefur barist fyrir lífi sínu síðan hann fékk hjartaáfall í september. Hann tapaði þeirri baráttu í dag.

Þessi 22 ára landsliðsmaður Trinidad & Tobago fékk hjartaáfall eftir leik með liði sínu, Ferencvaros frá Ungverjalandi, í september.

Ástand hans versnaði til muna um helgina og hann lést í dag. Hann fékk annað hjartaáfall.

Adams gekk til liðs við Ferencvaros í ágúst. Hann spilaði átta landsleiki fyrir landslið Trinidad.

Knattspyrnusamband landsins hefur staðið fyrir söfnun í hans nafni síðustu vikur og mun hún halda áfram eftir áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×