Erlent

Stjórnarskipti eru í kortunum

Þorgils Jónsson skrifar
Norsku stjórnarflokkarnir eiga mjög undir högg að sækja í fylgiskönnunum.
Norsku stjórnarflokkarnir eiga mjög undir högg að sækja í fylgiskönnunum. Mynd/Norden
Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn fengju samtals 87 þingsæti og hreinan meirihluta á norska þinginu ef gengið yrði til kosninga nú. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var fyrir TV 2.

Núverandi stjórnarflokkar, undir forystu Jens Stoltenberg, fengju aðeins 68 þingmenn. Verkamannaflokkur Stoltenbergs heldur sjó en Miðflokkurinn og Sósíalíski vinstriflokkurinn hrapa í fylgi og eru nálægt því að detta út af þingi. Norðmenn ganga að kjörborði í september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×