Enski boltinn

Þökkuðu Mancini fyrir í ítölsku dagblaði

Þó svo eigendur Man. City hafi ákveðið að reka Ítalann Roberto Mancini þá eru stuðningsmenn félagsins afar þakklátir fyrir það sem Mancini færði félaginu.

Þeir söfnuðu rúmlega 1,3 milljónum króna til þess að kaupa auglýsingu í ítalska blaðinu Gazzetta dello Sport þar sem þeir þakka Mancini fyrir sín störf.

Mancini þakkaði þeim fyrir sig á dögunum með þvíað auglýsa í Manchester Evening News og stuðningsmennirnir svöruðu að bragði með auglýsingu í ítalska blaðinu.

Yfir 700 manns settu pening í púkkið og fyrir þessa peninga fékkst næstum því heilsíðuauglýsing.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×