Enski boltinn

Kolo Toure til Liverpool

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/AFP

Miðvörðurinn Kolo Toure er genginn í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool.

Toure, sem er frá Fílabeinsströndinni, er 32 ára en samningur hans við Manchester City rennur út í lok júní. Hann gengur til liðs við Liverpool 1. júlí.

Toure var hluti af sigursælu liði Arsenal undir stjórn Arsene Wenger í upphafi aldarinnar. Hans fyrsti leikur með Arsenal var einmitt gegn Liverpool í Samfélagsskildinum árið 2002.

Toure verður fyrsti leikmaðurinn frá Fílabeinsströndinni til þess að spila með Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×