Silja þýðir Munro Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. nóvember 2013 13:00 Silja Aðalsteinsdóttir „Það er rétt, ég tók að mér að þýða nýjustu bók Munro, þannig að ég hætti ekkert að vinna þótt ég hætti að vinna,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir, sem láta mun af störfum sem ritstjóri hjá Forlaginu um áramótin. Silja segist ekki hafa stúderað verk Munro mikið en það standi til bóta. „Ég hef lesið hana svolítið, en ekki lesið allar bækurnar,“ segir hún. „Mér fannst hún heillandi frá fyrstu tíð en mér datt aldrei í hug að ég fengi leyfi til þess að þýða hana.“ Dear Life kom út í fyrra og Silja segir ekki ólíklegt að hún hafi ráðið úrslitum um að Munro fékk Nóbelinn. „Mér þykir ekki ólíklegt að Dear Life hafi neglt þessi Nóbelsverðlaun, þótt Munro hafi auðvitað lengi verið í umræðunni sem mögulegur þiggjandi þeirra. Hún er andskoti góð, þessi bók, og bestu sögurnar eru þannig að manni líður eins og maður hafi verið að lesa miklu lengri sögu. Þær eru næstum því eins og skáldsögur þótt þær séu bara langar smásögur.“Alice MunroMynd/APBókin inniheldur fjórtán sögur og þar á meðal eru sögur sem í raun eru endurminningar skáldkonunnar. „Síðasti bókarhlutinn er endurminningar hennar sjálfrar,“ útskýrir Silja. „Og hún sagði í viðtali eftir að þessi bók kom út að þetta væri það sem hún myndi láta eftir sig um sjálfa sig. Hún myndi ekki skrifa sjálfsævisögu, þessar smásögur úr lífi hennar ættu að nægja til að stilla forvitni fólks.“ Endanlegur útgáfudagur hefur ekki verið ákveðinn en Silja lofar að við munum fá að lesa Munro á íslensku fyrir áramótin 2014-2015. Menning Nóbelsverðlaun Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Það er rétt, ég tók að mér að þýða nýjustu bók Munro, þannig að ég hætti ekkert að vinna þótt ég hætti að vinna,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir, sem láta mun af störfum sem ritstjóri hjá Forlaginu um áramótin. Silja segist ekki hafa stúderað verk Munro mikið en það standi til bóta. „Ég hef lesið hana svolítið, en ekki lesið allar bækurnar,“ segir hún. „Mér fannst hún heillandi frá fyrstu tíð en mér datt aldrei í hug að ég fengi leyfi til þess að þýða hana.“ Dear Life kom út í fyrra og Silja segir ekki ólíklegt að hún hafi ráðið úrslitum um að Munro fékk Nóbelinn. „Mér þykir ekki ólíklegt að Dear Life hafi neglt þessi Nóbelsverðlaun, þótt Munro hafi auðvitað lengi verið í umræðunni sem mögulegur þiggjandi þeirra. Hún er andskoti góð, þessi bók, og bestu sögurnar eru þannig að manni líður eins og maður hafi verið að lesa miklu lengri sögu. Þær eru næstum því eins og skáldsögur þótt þær séu bara langar smásögur.“Alice MunroMynd/APBókin inniheldur fjórtán sögur og þar á meðal eru sögur sem í raun eru endurminningar skáldkonunnar. „Síðasti bókarhlutinn er endurminningar hennar sjálfrar,“ útskýrir Silja. „Og hún sagði í viðtali eftir að þessi bók kom út að þetta væri það sem hún myndi láta eftir sig um sjálfa sig. Hún myndi ekki skrifa sjálfsævisögu, þessar smásögur úr lífi hennar ættu að nægja til að stilla forvitni fólks.“ Endanlegur útgáfudagur hefur ekki verið ákveðinn en Silja lofar að við munum fá að lesa Munro á íslensku fyrir áramótin 2014-2015.
Menning Nóbelsverðlaun Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira