Sunderland leitt til slátrunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2013 11:59 Beneteke fagnar marki á Villa Park í kvöld. Nordicphotos/Getty Belginn Christian Benteke reimaði skotskóna á sig fyrir alvöru á Villa Park í kvöld þegar Aston Villa burstaði Sunderland 6-1 í ensku úrvalsdeildinni. Eftir nokkuð jafnar upphafsmínútur komust heimamenn yfir með marki úr ólíklegustu ár. Þá skoraði hollenski miðvörðurinn Ron Vlaar með þrumuskoti langt utan af velli. Villa var enn að fagna markinu þegar þeir staðan var orðin jöfn. Nafnarnir Danny Graham og Danny Rose léku boltanum þá skemmtilega á milli sín. Það kom í hlut vinstri bakvarðarins að setja boltann fram hjá Guzan í markinu og jafna metin. Enginn fagnaði markinu meira en Paolo Di Canio, stjóri Sunderland, sem vill þó líklega gleyma kvöldinu sem fyrst. Andreas Weimann kom Villa yfir fyrir hlé með laglegu marki eftir undirbúning Matthew Lowton. Í síðari hálfleik blésu heimamenn til stórsóknar og var Benteke í aðalhlutverki.Sessegnon sér rautt.Nordicphotos/GettyÁ 55. mínútu fylgdi hann á eftir skoti Agbonlahor og fimm mínútum síðar stangaði hann boltann af krafti í markið eftir hornspyrnu. Þrennan var fullkomnuð á 72. mínútu þegar Belginn nýtti sér klaufagang í vörn gestanna og skoraði. Enn þyngdist brúnin á Di Canio á 88. mínútu þegar Agbonlahor slapp einn í gegn og skoraði auðveldlega. Markið var han 61. í ensku úrvalsdeildinni og er hann nú markahæsti leikmaður Villa í sögu úrvalsdeildarinnar. Metið var í eigu Dwight Yorke. Sigurinn þýðir að Aston Villa er komið upp að hlið Sunderland og Newcastle með 37 stig. Villa hefur, þrátt fyrir tapið stóra og 6-0 tap Newcastle um helgina, langverstu markatöluna. Wigan er nú fimm stigum á eftir liðunum þremur í 18. sæti deildarinnar og útlitið kolsvart hjá liðsmönnum Roberto Martinez. Stephane Sessegnon fékk að sjá rautt spjald um miðjan síðari hálfleikinn og er fyrir vikið á leiðinni í leikbann. Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Belginn Christian Benteke reimaði skotskóna á sig fyrir alvöru á Villa Park í kvöld þegar Aston Villa burstaði Sunderland 6-1 í ensku úrvalsdeildinni. Eftir nokkuð jafnar upphafsmínútur komust heimamenn yfir með marki úr ólíklegustu ár. Þá skoraði hollenski miðvörðurinn Ron Vlaar með þrumuskoti langt utan af velli. Villa var enn að fagna markinu þegar þeir staðan var orðin jöfn. Nafnarnir Danny Graham og Danny Rose léku boltanum þá skemmtilega á milli sín. Það kom í hlut vinstri bakvarðarins að setja boltann fram hjá Guzan í markinu og jafna metin. Enginn fagnaði markinu meira en Paolo Di Canio, stjóri Sunderland, sem vill þó líklega gleyma kvöldinu sem fyrst. Andreas Weimann kom Villa yfir fyrir hlé með laglegu marki eftir undirbúning Matthew Lowton. Í síðari hálfleik blésu heimamenn til stórsóknar og var Benteke í aðalhlutverki.Sessegnon sér rautt.Nordicphotos/GettyÁ 55. mínútu fylgdi hann á eftir skoti Agbonlahor og fimm mínútum síðar stangaði hann boltann af krafti í markið eftir hornspyrnu. Þrennan var fullkomnuð á 72. mínútu þegar Belginn nýtti sér klaufagang í vörn gestanna og skoraði. Enn þyngdist brúnin á Di Canio á 88. mínútu þegar Agbonlahor slapp einn í gegn og skoraði auðveldlega. Markið var han 61. í ensku úrvalsdeildinni og er hann nú markahæsti leikmaður Villa í sögu úrvalsdeildarinnar. Metið var í eigu Dwight Yorke. Sigurinn þýðir að Aston Villa er komið upp að hlið Sunderland og Newcastle með 37 stig. Villa hefur, þrátt fyrir tapið stóra og 6-0 tap Newcastle um helgina, langverstu markatöluna. Wigan er nú fimm stigum á eftir liðunum þremur í 18. sæti deildarinnar og útlitið kolsvart hjá liðsmönnum Roberto Martinez. Stephane Sessegnon fékk að sjá rautt spjald um miðjan síðari hálfleikinn og er fyrir vikið á leiðinni í leikbann.
Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira