Íslenskar herraskyrtur hitta beint í mark Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 28. janúar 2013 09:30 Huginn Muninn sendu frá sér sína fyrstu línu af herraskyrtum í desember 2011. Skyrturnar áttu heldur betur eftir að slá í gegn og í ár munu Huginn Muninn taka þátt í Reykjavík Fashion Festival ásamt fremstu hönnuðum landsins. Lífið sló á þráðinn til Guðrúnar Guðjónsdóttur, yfirhönnuðar þar á bæ.Hvers vegna herraskyrtur? Vegna þess að ég er klæðskeri og hönnuður, og mennirnir á bakvið fyrirtækið Huginn Muninn eiga skyrtuverksmiðju í Litháen. Þetta lá nokkuð beint við. Okkur fannst strax að það væri rétt að fara út í eitthvað þar sem við vissum hvar við stæðum og styrkleikinn var í skyrtunum.Nú hafa viðbrögðin við skyrtunum ekki látið á sér standa. Hvers vegna heldur þú að það sé? Ég held að það hafi bara vantað venjulegan karlmannsfatnað eins og skyrtur á markaðinn. Það eru nefnilega mjög margir sem vilja kaupa íslenska hönnun en eiga svo erfitt með að finna eitthvað við sitt hæfi. Skyrturnar seldust upp stuttu eftir að við sendum þær frá okkur fyrst jólin 2011. Við höfðum upplagið því mun stærra síðustu jól en viti menn, það seldist bara upp líka. Fólk var greinilega orðið meðvitað um skyrturnar og farið að tala mikið um þær.Hvernig kviknaði áhuginn á að taka þátt í RFF? Mér fannst það bara ótrúlega spennandi! Þetta er vaxandi iðnaður og RFF er frábær stökkpallur fyrir íslenska hönnuði. Það sem heillar mig líka mikið er að sjá hversu sterk viðskiptahliðin á þessu er orðin. Við höfum framleiðslugetuna og höfðum líka alltaf hugsað okkur að fara eitthvað út. Það er ekki til betri staður til að koma sinni hönnun á framfæri og fá umfjöllun um hana.Guðrún Guðjónsdóttir.Hverju má búast við á sýningunni ykkar? Við verðum með okkar klassísku skyrtur með smá tvisti. Það verða sérstakir fylgihlutir með og ég hannaði buxur sérstaklega fyrir tilefnið.. Þær verða þó bara sértakir sýningargripir og fara ekki í framleiðslu. Fókusinn verður á skyrtunum. Huginn Muninn skyrturnar fást í Kraum, Kormáki og Skildi, ATMO og hjá Sævari Karli. Huginnmuninn.is RFF Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Harrý reiði fram eins konar sáttahönd Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Fleiri fréttir Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Huginn Muninn sendu frá sér sína fyrstu línu af herraskyrtum í desember 2011. Skyrturnar áttu heldur betur eftir að slá í gegn og í ár munu Huginn Muninn taka þátt í Reykjavík Fashion Festival ásamt fremstu hönnuðum landsins. Lífið sló á þráðinn til Guðrúnar Guðjónsdóttur, yfirhönnuðar þar á bæ.Hvers vegna herraskyrtur? Vegna þess að ég er klæðskeri og hönnuður, og mennirnir á bakvið fyrirtækið Huginn Muninn eiga skyrtuverksmiðju í Litháen. Þetta lá nokkuð beint við. Okkur fannst strax að það væri rétt að fara út í eitthvað þar sem við vissum hvar við stæðum og styrkleikinn var í skyrtunum.Nú hafa viðbrögðin við skyrtunum ekki látið á sér standa. Hvers vegna heldur þú að það sé? Ég held að það hafi bara vantað venjulegan karlmannsfatnað eins og skyrtur á markaðinn. Það eru nefnilega mjög margir sem vilja kaupa íslenska hönnun en eiga svo erfitt með að finna eitthvað við sitt hæfi. Skyrturnar seldust upp stuttu eftir að við sendum þær frá okkur fyrst jólin 2011. Við höfðum upplagið því mun stærra síðustu jól en viti menn, það seldist bara upp líka. Fólk var greinilega orðið meðvitað um skyrturnar og farið að tala mikið um þær.Hvernig kviknaði áhuginn á að taka þátt í RFF? Mér fannst það bara ótrúlega spennandi! Þetta er vaxandi iðnaður og RFF er frábær stökkpallur fyrir íslenska hönnuði. Það sem heillar mig líka mikið er að sjá hversu sterk viðskiptahliðin á þessu er orðin. Við höfum framleiðslugetuna og höfðum líka alltaf hugsað okkur að fara eitthvað út. Það er ekki til betri staður til að koma sinni hönnun á framfæri og fá umfjöllun um hana.Guðrún Guðjónsdóttir.Hverju má búast við á sýningunni ykkar? Við verðum með okkar klassísku skyrtur með smá tvisti. Það verða sérstakir fylgihlutir með og ég hannaði buxur sérstaklega fyrir tilefnið.. Þær verða þó bara sértakir sýningargripir og fara ekki í framleiðslu. Fókusinn verður á skyrtunum. Huginn Muninn skyrturnar fást í Kraum, Kormáki og Skildi, ATMO og hjá Sævari Karli. Huginnmuninn.is
RFF Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Harrý reiði fram eins konar sáttahönd Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Fleiri fréttir Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira