Enski boltinn

Tottenham staðfestir komu Holtby

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Tottenham staðfesti á heimasíðu sinni í dag að félagið hafi komist að samkomulagi við Schalke um kaup á Lewis Holtby.

Talið er að kaupverðið sé um ein og hálf milljón punda en leikmaðurinn var áður búinn að ganga frá samningi við Tottenham sem tæki gildi næsta sumar.

Schalke samþykkti hins vegar að selja leikmanninn nú í stað þess að missa hann frítt næsta sumar, þegar samningur Holtby rennur út.

Holtby á enskan föður og þýska móður. Hann er fæddur og uppalinn í Þýskalandi og hefur spilað þrjá leiki með A-landsliði Þýskalands.


Tengdar fréttir

Holtby fer til Tottenham í janúar

Tottenham hefur fest kaup á miðvallarleikmanninum Lewis Holtby frá Schalke fyrir eina og hálfa milljón punda, samkvæmt breska vefmiðlinum Goal.com.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×