Enski boltinn

Holtby fer til Tottenham í janúar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lewis Holtby.
Lewis Holtby. Nordic Photos / Getty Images
Tottenham hefur fest kaup á miðvallarleikmanninum Lewis Holtby frá Schalke fyrir eina og hálfa milljón punda, samkvæmt breska vefmiðlinum Goal.com.

Holtby gerði samkomulag fyrr í mánuðinum við Tottenham um að ganga til liðs við félagið þegar að samningur hans við þýska liðið Schalke rennur út í sumar.

En nú greinir Goal.com frá því að Holtby muni gera og fjögurra og hálfs árs samning við Tottenham og því spila með liðinu til lok tímabilsins.

Gylfi Þór Sigurðsson fær því samkvæmt þessu aukna samkeppni um stöðu í byrjunarliði Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×