Erlent

G8 ríkin funda um Norður-Kóreu

MYND/AP
Ástandið á Kóreuskaga verður rætt á fundi átta ríkustu þjóða veraldar í Lundúnum í dag.

Utanríkisráðherrar þjóðanna munu þar ræða atburðir síðustu missera í Sýrlandi og víðar en þar hefur borgarastyrjöld geisað mánuðum saman.

Talið er fulltrúar Japan muni fara fram á að þjóðirnar sýni samstöðu um aðgerðir gegn Norður-Kóreu en yfirvöld þar í landi hafa hótað kjarnorkuárás á nágrannaríki sín.

Sérfræðingar eru sammála um að utanríkisráðherrarnir muni sammælast um að fordæma orðgjálfur Norður-Kóreumanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×