Mikið undir hjá David Moyes Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2013 09:13 Stjórarnir Moyes (t.v.) og Brendan Rodgers. Nordicphotos/Getty Það er við hæfi að Luis Suarez snúi aftur að loknu tíu leikja banni sínu í stærsta leik 3. umferðar deildarbikarsins gegn Manchester United. Framherji Liverpool má reikna með óblíðum móttökum stuðningsmanna United enda óhætt að segja að framherjinn og Rauðu djöflarnir eigi sér forsögu. Þannig var Suarez dæmdur í leikbann árið 2011 fyrir kynþáttafordóma í garð Patrice Evra, varnarmanns United. Í kjölfarið tókust kapparnir ekki í hendur í næstu heimsókn Liverpool á Anfield. Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, gaf í skyn á blaðamannafundi í gær að Suarez kæmi við sögu í leiknum. Úrúgvæinn mun ferðast með liðinu til Manchester en það mun ekki fást á hreint fyrr en skömmu fyrir leik hvort hann byrji. Líklegt má telja að Rodgers tefli fram sínu sterkasta mögulega liði á Old Trafford í kvöld. Liverpool er ekki í Evrópukeppni þetta árið og virðist Rodgers leggja áherslu á velgengni í deildabikarnum ef marka má uppstillingu hans í 2. umferðinni gegn Notts County.Wayne Rooney hefur skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum.Nordicphotos/GettyGestirnir frá Merseyside verða án Phillipe Coutinho sem er frá vegna meiðsla auk þess sem varafyrirliðinn Daniel Agger er tæpur. Eftir frábært gengi í upphafi leiktíðar hefur Liverpool fengið eitt stig úr síðustu tveimur leikjum í deildinni. Liðið tapaði óvænt á heimavelli gegn Southampton um helgina. Pressan á David Moyes, stjóra Manchester United, fyrir leikinn í kvöld er mikil. Moyes mátti horfa upp á risatap gegn grönnunum í City um helgina auk þess sem liðið tapaði 1-0 gegn Liverpool í deildinni á dögunum. Ljóst er að tap á heimavelli gegn erkifjendunum myndi styggja stuðningsmenn United verulega. Ekki bætir úr skák fyrir heimamenn að Robin van Persie er enn frá keppni vegna meiðsla. Nokkrir leikmenn United hafa hlotið mikla gagnrýni undanfarnar vikur en líklega enginn meiri en kantmaðurinn Ashley Young. Fróðlegt verður að sjá hvort Moyes treysti áfram á Englendinginn eða gefi Japananum Shinji Kagawa langþráð tækifæri.Daniel Sturridge fagnar sigurmarki sínu gegn United á dögunum.Nordicphotos/GettyUnited og Liverpool hafa ekki mæst í deildabikarnum síðan í úrslitaleiknum fyrir tíu árum. Þá vann Liverpool 2-0 sigur með með mörkum Steven Gerrard og Michael Owen. Heimamenn ættu að hafa gætur á Daniel Sturridge í leiknum. Landsliðsframherji Englendinga hefur skorað í báðum leikjum sínum með Liverpool gegn United. Leikur United og Liverpool hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Sport 2 & HD. Enski boltinn Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Sjá meira
Það er við hæfi að Luis Suarez snúi aftur að loknu tíu leikja banni sínu í stærsta leik 3. umferðar deildarbikarsins gegn Manchester United. Framherji Liverpool má reikna með óblíðum móttökum stuðningsmanna United enda óhætt að segja að framherjinn og Rauðu djöflarnir eigi sér forsögu. Þannig var Suarez dæmdur í leikbann árið 2011 fyrir kynþáttafordóma í garð Patrice Evra, varnarmanns United. Í kjölfarið tókust kapparnir ekki í hendur í næstu heimsókn Liverpool á Anfield. Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, gaf í skyn á blaðamannafundi í gær að Suarez kæmi við sögu í leiknum. Úrúgvæinn mun ferðast með liðinu til Manchester en það mun ekki fást á hreint fyrr en skömmu fyrir leik hvort hann byrji. Líklegt má telja að Rodgers tefli fram sínu sterkasta mögulega liði á Old Trafford í kvöld. Liverpool er ekki í Evrópukeppni þetta árið og virðist Rodgers leggja áherslu á velgengni í deildabikarnum ef marka má uppstillingu hans í 2. umferðinni gegn Notts County.Wayne Rooney hefur skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum.Nordicphotos/GettyGestirnir frá Merseyside verða án Phillipe Coutinho sem er frá vegna meiðsla auk þess sem varafyrirliðinn Daniel Agger er tæpur. Eftir frábært gengi í upphafi leiktíðar hefur Liverpool fengið eitt stig úr síðustu tveimur leikjum í deildinni. Liðið tapaði óvænt á heimavelli gegn Southampton um helgina. Pressan á David Moyes, stjóra Manchester United, fyrir leikinn í kvöld er mikil. Moyes mátti horfa upp á risatap gegn grönnunum í City um helgina auk þess sem liðið tapaði 1-0 gegn Liverpool í deildinni á dögunum. Ljóst er að tap á heimavelli gegn erkifjendunum myndi styggja stuðningsmenn United verulega. Ekki bætir úr skák fyrir heimamenn að Robin van Persie er enn frá keppni vegna meiðsla. Nokkrir leikmenn United hafa hlotið mikla gagnrýni undanfarnar vikur en líklega enginn meiri en kantmaðurinn Ashley Young. Fróðlegt verður að sjá hvort Moyes treysti áfram á Englendinginn eða gefi Japananum Shinji Kagawa langþráð tækifæri.Daniel Sturridge fagnar sigurmarki sínu gegn United á dögunum.Nordicphotos/GettyUnited og Liverpool hafa ekki mæst í deildabikarnum síðan í úrslitaleiknum fyrir tíu árum. Þá vann Liverpool 2-0 sigur með með mörkum Steven Gerrard og Michael Owen. Heimamenn ættu að hafa gætur á Daniel Sturridge í leiknum. Landsliðsframherji Englendinga hefur skorað í báðum leikjum sínum með Liverpool gegn United. Leikur United og Liverpool hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Sport 2 & HD.
Enski boltinn Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Sjá meira