Mikið undir hjá David Moyes Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2013 09:13 Stjórarnir Moyes (t.v.) og Brendan Rodgers. Nordicphotos/Getty Það er við hæfi að Luis Suarez snúi aftur að loknu tíu leikja banni sínu í stærsta leik 3. umferðar deildarbikarsins gegn Manchester United. Framherji Liverpool má reikna með óblíðum móttökum stuðningsmanna United enda óhætt að segja að framherjinn og Rauðu djöflarnir eigi sér forsögu. Þannig var Suarez dæmdur í leikbann árið 2011 fyrir kynþáttafordóma í garð Patrice Evra, varnarmanns United. Í kjölfarið tókust kapparnir ekki í hendur í næstu heimsókn Liverpool á Anfield. Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, gaf í skyn á blaðamannafundi í gær að Suarez kæmi við sögu í leiknum. Úrúgvæinn mun ferðast með liðinu til Manchester en það mun ekki fást á hreint fyrr en skömmu fyrir leik hvort hann byrji. Líklegt má telja að Rodgers tefli fram sínu sterkasta mögulega liði á Old Trafford í kvöld. Liverpool er ekki í Evrópukeppni þetta árið og virðist Rodgers leggja áherslu á velgengni í deildabikarnum ef marka má uppstillingu hans í 2. umferðinni gegn Notts County.Wayne Rooney hefur skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum.Nordicphotos/GettyGestirnir frá Merseyside verða án Phillipe Coutinho sem er frá vegna meiðsla auk þess sem varafyrirliðinn Daniel Agger er tæpur. Eftir frábært gengi í upphafi leiktíðar hefur Liverpool fengið eitt stig úr síðustu tveimur leikjum í deildinni. Liðið tapaði óvænt á heimavelli gegn Southampton um helgina. Pressan á David Moyes, stjóra Manchester United, fyrir leikinn í kvöld er mikil. Moyes mátti horfa upp á risatap gegn grönnunum í City um helgina auk þess sem liðið tapaði 1-0 gegn Liverpool í deildinni á dögunum. Ljóst er að tap á heimavelli gegn erkifjendunum myndi styggja stuðningsmenn United verulega. Ekki bætir úr skák fyrir heimamenn að Robin van Persie er enn frá keppni vegna meiðsla. Nokkrir leikmenn United hafa hlotið mikla gagnrýni undanfarnar vikur en líklega enginn meiri en kantmaðurinn Ashley Young. Fróðlegt verður að sjá hvort Moyes treysti áfram á Englendinginn eða gefi Japananum Shinji Kagawa langþráð tækifæri.Daniel Sturridge fagnar sigurmarki sínu gegn United á dögunum.Nordicphotos/GettyUnited og Liverpool hafa ekki mæst í deildabikarnum síðan í úrslitaleiknum fyrir tíu árum. Þá vann Liverpool 2-0 sigur með með mörkum Steven Gerrard og Michael Owen. Heimamenn ættu að hafa gætur á Daniel Sturridge í leiknum. Landsliðsframherji Englendinga hefur skorað í báðum leikjum sínum með Liverpool gegn United. Leikur United og Liverpool hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Sport 2 & HD. Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira
Það er við hæfi að Luis Suarez snúi aftur að loknu tíu leikja banni sínu í stærsta leik 3. umferðar deildarbikarsins gegn Manchester United. Framherji Liverpool má reikna með óblíðum móttökum stuðningsmanna United enda óhætt að segja að framherjinn og Rauðu djöflarnir eigi sér forsögu. Þannig var Suarez dæmdur í leikbann árið 2011 fyrir kynþáttafordóma í garð Patrice Evra, varnarmanns United. Í kjölfarið tókust kapparnir ekki í hendur í næstu heimsókn Liverpool á Anfield. Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, gaf í skyn á blaðamannafundi í gær að Suarez kæmi við sögu í leiknum. Úrúgvæinn mun ferðast með liðinu til Manchester en það mun ekki fást á hreint fyrr en skömmu fyrir leik hvort hann byrji. Líklegt má telja að Rodgers tefli fram sínu sterkasta mögulega liði á Old Trafford í kvöld. Liverpool er ekki í Evrópukeppni þetta árið og virðist Rodgers leggja áherslu á velgengni í deildabikarnum ef marka má uppstillingu hans í 2. umferðinni gegn Notts County.Wayne Rooney hefur skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum.Nordicphotos/GettyGestirnir frá Merseyside verða án Phillipe Coutinho sem er frá vegna meiðsla auk þess sem varafyrirliðinn Daniel Agger er tæpur. Eftir frábært gengi í upphafi leiktíðar hefur Liverpool fengið eitt stig úr síðustu tveimur leikjum í deildinni. Liðið tapaði óvænt á heimavelli gegn Southampton um helgina. Pressan á David Moyes, stjóra Manchester United, fyrir leikinn í kvöld er mikil. Moyes mátti horfa upp á risatap gegn grönnunum í City um helgina auk þess sem liðið tapaði 1-0 gegn Liverpool í deildinni á dögunum. Ljóst er að tap á heimavelli gegn erkifjendunum myndi styggja stuðningsmenn United verulega. Ekki bætir úr skák fyrir heimamenn að Robin van Persie er enn frá keppni vegna meiðsla. Nokkrir leikmenn United hafa hlotið mikla gagnrýni undanfarnar vikur en líklega enginn meiri en kantmaðurinn Ashley Young. Fróðlegt verður að sjá hvort Moyes treysti áfram á Englendinginn eða gefi Japananum Shinji Kagawa langþráð tækifæri.Daniel Sturridge fagnar sigurmarki sínu gegn United á dögunum.Nordicphotos/GettyUnited og Liverpool hafa ekki mæst í deildabikarnum síðan í úrslitaleiknum fyrir tíu árum. Þá vann Liverpool 2-0 sigur með með mörkum Steven Gerrard og Michael Owen. Heimamenn ættu að hafa gætur á Daniel Sturridge í leiknum. Landsliðsframherji Englendinga hefur skorað í báðum leikjum sínum með Liverpool gegn United. Leikur United og Liverpool hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Sport 2 & HD.
Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira