Enski boltinn

Ég beitti dómara þrýstingi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur loksins viðurkennt að hann hafi viljandi beitt knattspyrnudómara þrýstingi á ferli sínum.

Ferguson er þekktur fyrir að vera óvæginn í garð dómara og láta þá heyra það, telur hann tilefni til þess.

„Þetta er hluti af þessu, að setja smá pressu á dómarana. Ég geymdi þó sálfræðistríðið fyrir andstæðingana,“ sagði Ferguson við sjónvarpsstöð Manchester United.

Hann segist þó ekki hafa notað „hárblásarann“ jafn mikið og fjölmiðlar hafa gefið í skyn. Með því er átt við þrumuræður sem hann hefur haldið yfir sínum mönnum þegar illa gengur.

„Það hefur verið of mikið gert úr því. Ég er þreyttur á því að lesa um það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×