Enski boltinn

Juventus viðurkennir áhuga á Tevez

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Carlos Tevez gæti hafa leikið lokaleik sinn fyrir Manchester City.
Carlos Tevez gæti hafa leikið lokaleik sinn fyrir Manchester City. Getty Images

Ítölsku meistararnir í Juventus hafa viðurkennt að félagið hafi áhuga á því að kaupa Argentínumanninn Carlos Tevez sem leikur með Manchester City. Juventus ætlar að styrkja liðið í sumar í von um að ná betri árangri í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Íþróttastjóri Juventus, Beppe Marotta, segir að félagið hafi einnig áhuga á Gonzalo Higuain hjá Real Madrid en telur líklegra að félagið bjóði í Tevez.

„Higuain er yngri en kostar meira. Tevez á hins vegar ár eftir af samningi sínum og það er líklega auðveldara að semja um kaupa á Tevez,“ segir Marotta.

„Við erum ekki eina liðið sem tekur eftir gæðum hans og reynslu. Hann er leikmaður sem þráir að endurbyggja sinn feril. Við höfum ekki haft samband við City. Það er augljóst að við kaupum hann ekki frá Manchester án þess að ná samkomulagi við félagið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×