Enski boltinn

Wenger ætlar að opna veskið

Jón Júlíus Karlsson skrifar

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur lofað því að opna veskið og styrkja liðið í sumar. Liðið tryggði sér fjórða sætið í ensku deildinni í gær með 0-1 sigri gegn Newcastle. Þar með leikur liðið í Meistaradeildinni að ári.

„Síðustu þrír mánuðir geta orðið stökkpallurinn fyrir næsta tímabil. Við þurfum að færa sjálfstraustið sem liðið er með í dag yfir á næsta tímabil,“ segir Wenger.

„Það er ljóst að við þurfum meiri stöðugleika og að styrkja leikmannahópinn. Verður það með að eyða miklu í einn leikmann eða með því að kaupa marga leikmenn?

Við viljum bæta við leikmönnum en á sama tíma halda sömu hryggjasúlunni í liðinu og gæðum liðsins. Við skulum ekki gleyma því að það eru mörg stór lið með mikla peninga á milli handana en það eru ekki til nögu margir góðir leikmenn fyrir öll þessi lið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×