Fótbolti

Aron þarf bíða lengur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson,
Jóhann Berg Guðmundsson, Mynd/Nordic Photos/Getty
Aron Jóhannsson sat allan tímann á bekknum en Jóhann Berg Guðmundsson spilaði fimmtán síðustu mínúturnar þegar tíu menn AZ Alkmaar unnu 2-1 útisigur á Heracles í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Aron þarf því að bíða lengur eftir sínu fyrsta tækifæri með AZ Akmaar liðinu eftir að félagið keypti hann frá AGF í Danmörku en Aron var sjóðheitur í danska boltanum fyrir áramót.

AZ Alkmaar lék manni færri frá 31. mínútu leiksins þegar Finninn Thomas Lam fékk beint rautt spjald en staðan var þá 2-0 fyrir AZ.

Norðmaðurinn Markus Henriksen skoraði fyrra markið á 22. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði Mike te Wierik sjálfsmark. Mike te Wierik skoraði í rétt mark rétt fyrir hálfleik en fleiri urðu mörkin ekki.

Þetta var mikilvægur sigur fyrir AZ Alkmaar sem var búið að spila sex deildarleiki í röð án þess að vinna og hefur á meðan dregist niður í fallbaráttu deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×