Enski boltinn

Þegar búinn að afskrifa næsta tímabil

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Ryan Taylor, leikmaður Newcastle, spilar ekkert með liði sínu á næsta tímabil og stefnir að því að snúa aftur í ágúst árið 2014.

Taylor náði að spila aðeins tvo leiki á síðasta tímabili áður en hann sleit krossband í hné í ágúst síðastliðnum. Þegar hann var við það að ná fullri heilsu á ný slitnaði krossbandið á nýjan leik.

Hann fór því í aðgerð hjá Richard Steadman, lækni í Bandaríkjunum sem hefur sérhæft sig í krossbandsslitum íþróttamanna.

„Aðgerðin gekk vel en endurhæfingin mun taka lengri tíma en ég taldi í fyrstu. Ég ætla að halda áfram að berjast og get ekki beðið eftir að klæðast búningi Newcastle aftur,“ sagði Taylor.

„Ég þarf bara að vera þolinmóður. Ég vil þakka öllum fyrir stuðninginn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×