Enski boltinn

Sleit krossband í annað skiptið á sjö mánuðum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Taylor.
Ryan Taylor. Mynd/AFP
Ryan Taylor, leikmaður Newcastle United, hefur ekki spilað með liðinu síðan í ágúst og missir hugsanlega af öllu næsta tímabili líka. Taylor sleit krossband í annað skiptið á aðeins sjö mánuðum.

Ryan Taylor sleit fyrst krossband í hægra hnénu í Evrópudeildarleik á móti Atromitos í ágúst. Hann var nýbyrjaður að æfa aftur þegar hann varð fyrir því óláni að slíta aftur krossbandið.

Ryan Taylor er 28 ára gamall bakvörður eða miðjumaður sem hefur spilað með Newcastle frá árinu 2009.

Ryan Taylor er ekki sá eini hjá Newcastle United sem er á leiðinni í aðgerð því hollenski markvörðurinn Tim Krul þarf að fara í aðgerð á öxl og má ekki byrja að æfa aftur fyrr en í fyrsta lagi í júlí. Krul fór úr axlarlið í leiknum á móti Sunderland um síðustu helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×