Fótbolti

Rigningarskúr eða slydduél á Laugardalsvelli

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Það verða vonandi allir vel klæddir á Laugardalsvellinum í kvöld.
Það verða vonandi allir vel klæddir á Laugardalsvellinum í kvöld.
„Ég er nokkuð viss um að strákarnir okkar séu að gera þetta á sínum eigin forsendum og ekki treystandi á að veðrið verði 12. leikmaðurinn,“ segir Óli Þór Árnason, vakthafandi veðurfræðingur Veðurstofunnar í samtali við Vísi.

Hann segir veðrið í kvöld verða ágætt, með hægum vindi og hita í kringum 3 gráður.

„Það verður þó ekki alveg þurrt, vonandi ekki mikil úrkoma en verður líklegast einhvers staðar á milli rigningarskúrs og slydduéls,“ segir Óli Þór sem efast um að úrkoman nái því að verða snjókoma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×