Enski boltinn

Mackay stoltur af því að vera orðaður við Everton

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty

Malky Mackay knattspyrnustjóri Cardiff segist vera upp með sér að vera orðaður við stjórastöðu Everton en hann ætlar að einbeita sér að því að halda Cardiff í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Mackay er einn þeirra sem helst eru orðaðir við stjórastöðuna hjá Everton en fjölmargir knattspyrnustjórar hafa verið orðaðir við hið væntanlega eftirsótta starf.

Mackay tókst að stýra Cardiff upp í ensku úrvalsdeildina með því að sigra ensku B-deildina. Hann er stoltur af því að vera orðaður við Everton og ætlar að einbeita sér að því krefjandi verkefni sem að halda liðinu í deild þeirra bestu á Englandi er.

„Ég er óneitanlega upp með mér að vera orðaður við svona stórt starf en ég er með eitthvað sem við höfum byggt og við hlökkum virkilega til að leik í úrvalsdeildinni,“ sagði Mackay.

„Það býður mín mikil og krefjandi vinna í sumar. Ég þarf að einbeita mér að því starfi sem ég er með og það ætla ég að gera.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×