„Ummæli Zlatan sorgleg og leiðinleg“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2013 12:00 Zlatan Ibrahimovic og Theresa Sjögran. Mynd/Heimasíða sænska knattspyrnusambandsins Pia Sundhage, þjálfari sænska kvennalandsliðsins í kanttspyrnu, er ósátt við ummæli sem Zlatan Ibrahimovic lét falla í viðtali við Expressen á Jóladag. Forsaga málsins er sú að Anders Svensson fékk bíl að gjöf frá sænska knattspyrnusambandinu fyrir að meta leikjamet karlalandsliðsins. Theresa Sjögran, leikjahæsti leikmaður kvennalandsliðsins, hafði ekki fengið neina gjöf af slíkri stærðargráðu er hún bætti kvennametið. „Hvernig í ósköpunum geturðu borið saman karlana og konurnar? Það er gjörsamlega ómögulegt. Ég get áritað reiðhjól sem konurnar geta fengið og verið sáttar með,“ sagði Zlatan meðal annars í viðtalinu við Expressen. Ummæli Zlatan hafa verið gagnrýnd töluvert í heimalandinu en einnig af formanni kvennanefndar Knattspyrnusambands Evrópu. Zlatan sagði einnig að hann væri þreyttur á því að í útlöndum væri hann borin saman við Messi og Ronaldo á meðan Svíar bæru hann saman við bestu knattspyrnukonur Svía. „Það er sorglegt og leiðinlegt þegar fyrirliði karlalandsliðsins lætur slík orð falla. Það sýnir glögglega brotalamir í hugsunarhætti í karlafótboltanum,“ segir Sundhage í viðtali við SVT Sport. Miðvörður sænska landsliðsins, Nilla Fischer, tjáði sig á Twitter. Sagði hún ummælin þau kjánalegustu sem hún hefði nokkru sinni lesið.Bland det dummaste uttalande jag läst.. https://t.co/Nh84m5LHGS — Nilla Fischer (@fischer_nilla) December 25, 2013Þá sagði Frida Östberg, knattspyrnusérfræðingur á SVT Sport, óskiljanlegt að Zlatan teldi sér misboðið í samanburði við knattspyrnukonur á borð við Lottu Schelin og Sjögran. Sjögran segist vel meðvituð um að karlalandsliðið fái mun meiri tekjur en kvennalandsliðið. Málið snúist hins vegar líka um gagnkvæma virðingu enda séu allir að gera það sama, spila fótbolta. „Einn daginn segir hann okkur að við séum frábærar. Næsta dag vill hann árita reiðhjól fyrir okkur. Ég hef ekki hugmynd hvers vegna hann er svona pirraður,“ sagði Sjögran við Sydsvenskan. Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Sjá meira
Pia Sundhage, þjálfari sænska kvennalandsliðsins í kanttspyrnu, er ósátt við ummæli sem Zlatan Ibrahimovic lét falla í viðtali við Expressen á Jóladag. Forsaga málsins er sú að Anders Svensson fékk bíl að gjöf frá sænska knattspyrnusambandinu fyrir að meta leikjamet karlalandsliðsins. Theresa Sjögran, leikjahæsti leikmaður kvennalandsliðsins, hafði ekki fengið neina gjöf af slíkri stærðargráðu er hún bætti kvennametið. „Hvernig í ósköpunum geturðu borið saman karlana og konurnar? Það er gjörsamlega ómögulegt. Ég get áritað reiðhjól sem konurnar geta fengið og verið sáttar með,“ sagði Zlatan meðal annars í viðtalinu við Expressen. Ummæli Zlatan hafa verið gagnrýnd töluvert í heimalandinu en einnig af formanni kvennanefndar Knattspyrnusambands Evrópu. Zlatan sagði einnig að hann væri þreyttur á því að í útlöndum væri hann borin saman við Messi og Ronaldo á meðan Svíar bæru hann saman við bestu knattspyrnukonur Svía. „Það er sorglegt og leiðinlegt þegar fyrirliði karlalandsliðsins lætur slík orð falla. Það sýnir glögglega brotalamir í hugsunarhætti í karlafótboltanum,“ segir Sundhage í viðtali við SVT Sport. Miðvörður sænska landsliðsins, Nilla Fischer, tjáði sig á Twitter. Sagði hún ummælin þau kjánalegustu sem hún hefði nokkru sinni lesið.Bland det dummaste uttalande jag läst.. https://t.co/Nh84m5LHGS — Nilla Fischer (@fischer_nilla) December 25, 2013Þá sagði Frida Östberg, knattspyrnusérfræðingur á SVT Sport, óskiljanlegt að Zlatan teldi sér misboðið í samanburði við knattspyrnukonur á borð við Lottu Schelin og Sjögran. Sjögran segist vel meðvituð um að karlalandsliðið fái mun meiri tekjur en kvennalandsliðið. Málið snúist hins vegar líka um gagnkvæma virðingu enda séu allir að gera það sama, spila fótbolta. „Einn daginn segir hann okkur að við séum frábærar. Næsta dag vill hann árita reiðhjól fyrir okkur. Ég hef ekki hugmynd hvers vegna hann er svona pirraður,“ sagði Sjögran við Sydsvenskan.
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Sjá meira