Enski boltinn

Aðstoðarmaður Ferguson efstur á óskalistanum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
West Brom er í knattspyrnustjóraleit eftir að Skotinn Steve Clarke var látinn taka pokann sinn um helgina.

Guardian greinir frá því að Mike Phelan, fyrrverandi aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson hjá Manchester United, sé efstur á blaði hjá forsvarsmönnum West Brom. Phelan hefur verið án starfs síðan David Moyes tók við liði Englandsmeistaranna í sumar.

Auk Phelan eru Michael Appleton, Paul Ince og Ole Gunnar Solskjær, sem allir spiluðu með Manchester United undir stjórn Ferguson, orðaðir við starfið. Sömuleiðis Martin Jol sem fékk að taka pokann sinn hjá Fulham á dögunum.

West Brom eru sagðir vilja ganga frá ráðningu á nýjum stjóra áður en jólahátíðin og fylgjandi leikjaálag fer í hönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×