Enski boltinn

Martin Jol rekinn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Jol hefur fengið að taka pokann sinn.
Jol hefur fengið að taka pokann sinn. mynd/nordic photos/getty
Enska knattspyrnufélagið Fulham hefur sagt knattspyrnustjóranum Martin Jol upp störfum. Fulham hafði tapað sex leikjum í röð undir stjórn Jol og sá síðasti, 3-0 tap fyrir West Ham var kornið sem fyllti mælinn.

Jol tók við Fulham sumarið 2011 en gengi liðsins undir hans stjórn hefur ekki verið gott en hann stýrði liðinu í 113 leikjum. Hann vann 38 sigra, gerði 28 jafntefli og tapaði 47 leikjum.

Liðið hefur verið í frjálsu falli að undanförnu og er liðið í fallsæti, 18. sæti úrvalsdeildarinnar  með 10 stig í 13 leikjum.

Hollendingurinn Rene Meulensteen mun taka við stjórn liðsins tímabundið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×