Fótbolti

Gerrard: Ekki dæma okkur of harkalega

Gerrard og Hodgson þjálfari svekktir.
Gerrard og Hodgson þjálfari svekktir.
Enska landsliðið tapaði báðum leikjum sínum í landsleikjahléinu. Báðir leikir fóru fram á heimavelli og það hefur ekki gerst í rúm 30 ár að England tapi tveim leikjum í röð á heimavelli.

Síle lagði England, 2-0, síðasta föstudag og Þjóðverjar unnu 1-0 sigur á Englendingum á þriðjudag.

Fyrirliði enskra, Steven Gerrard, biður fólk vinsamlega um að dæma liðið ekki of harkalega enda sé enn verið að gera tilraunir fyrir HM.

"Ég held að það sé mikilvægt að fólk verði ekki of grimmt við okkur. Þessir leikir snúast um að prófa og æfa ýmsa hluti," sagði Gerrard.

"Þegar við fáum alla okkar menn til baka úr meiðslum þá verðum við með lið sem getur látið til sín taka á HM."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×