Innlent

Arnór Breki og Róbert Orri sigruðu í Rímnaflæði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arnór Breki Ásþórsson og Róbert Orri Laxdal
Arnór Breki Ásþórsson og Róbert Orri Laxdal
Rappkeppnin Rímnaflæði fór fram í kvöld á vegum Samfés, samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, en keppendur sýndu listir sínar í félagsmiðstöðinni Miðbergi í Breiðholti.

Þar stigu á stokk ungir og efnilegir rapparar úr félagsmiðstöðvum hvaðan af landinu.

Arnór Breki Ásþórsson og Róbert Orri Laxdal úr félagsmiðstöðinni Bólið stóðu uppi sem sigurvegarar kvöldsins, en þeir fluttu lagið Seinasta kvöldið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×