Knattspyrnusamband Íslands hefur boðað til blaðamannafundar í höfuðstöðvum sínum í Laugardal í dag.
Efni fundarins er þjálfarateymi A-landsliðs karla næstu árin og undirritun samninga þess efnis. Reikna má með því að tilkynnt verði um framlengingu á samningum við Svíann Lars Lagerbäck og Eyjapeyjann Heimi Hallgrímsson.
Fundurinn hefst klukkan 14 en hann verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Framlengja Heimir og Lars í dag?
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
