Íslenski boltinn

ÍBV hafnaði tveimur tilboðum í Mawejje

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Daníel
Norska úrvalsdeildarfélagið Haugesund hefur áhuga á Úgandamanninum Tonny Mawejje, leikmanni ÍBV.

Eyjamenn hafa nú þegar hafnað tveimur tilboðum norska liðsins í kappann en þetta kemur fram á vef Eyjafrétta. Bæði tilboð hafa þótt ófullnægjandi að mati forráðamanna ÍBV.

Mawejje lék fyrst með ÍBV árið 2009 og á alls að baki 115 leiki í deild og bikar. Hann hefur skorað í þeim ellefu mörk.

Mawejje er verðmætasti leikmaður Pepsi-deildar karla samkvæmt stuðlakerfi KSÍ og lykilmaður í landsliði Úganda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×