Úgandska þjóðhetjan í Eyjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2013 09:00 Tonny Mawejje hefur spilað slétta 100 leiki í deild og bikar fyrir ÍBV og skorað í þeim ellefu mörk, síðast gegn Val á mánudagskvöldið.Fréttablaðið/anton Tonny Mawejje, Úgandamaðurinn í liði ÍBV, er þekkt nafn í íslenskri knattspyrnu enda á sínu fimmta tímabili hér á landi. Þessi 26 ára öflugi miðvallarleikmaður er þekktur af góðu einu í Vestmannaeyjum og lofaður af liðsfélögum sínum og þjálfurum sem einstakt ljúfmenni. „Mér fannst allt of kalt á Íslandi þegar ég kom hingað fyrst,“ rifjar hann upp þegar Fréttablaðið hitti á hann í vikunni. Þá var hann staddur í höfuðstaðnum fyrir leik gegn Val í Pepsi-deildinni. Hann skoraði í 1-1 jafntefli og það var viðeigandi því það var hans 100. leikur í deildar- og bikarkeppni fyrir ÍBV. „En ég vandist því og kann vel við íslenskt veðurfar í dag. Ég þarf svo að venjast hitanum þegar ég kem aftur heim. Það tekur yfirleitt um viku fyrir líkamann að aðlagast honum.“Hetja með landsliðinu Tonny er einmitt nýkominn aftur til landsins eftir ferð til Úganda, sem er í austurhluta Afríku, vegna tveggja landsleikja í undankeppni HM 2014. Úgandamenn þurftu að vinna þá báða til að eiga enn möguleika á sæti í úrslitakeppni HM 2014. Okkar maður gerði sér lítið fyrir og skoraði sigurmark beggja leikja. „Það var virkilega góð tilfinning að skora sigurmark fyrir framan 45 þúsund manns,“ segir hann brosandi en fótbolti er vinsælasta íþrótt Úganda, þjóðar með 36 milljónir íbúa. „Þetta voru jafnir leikir og ég er mjög þakklátur fyrir sigrana. Nú eigum við úrslitaleik gegn Senegal í september um sigur í riðlinum. Þetta er útileikur en það góða er að hann fer fram á hlutlausum velli, vegna óláta stuðningsmanna Senegal í síðasta leik.“ Úganda hefur aldrei komist í lokakeppni HM og ef liðið vinnur Senegal kemst það í umspilsrimmu um farseðilinn til Brasilíu. Tonny er einn fárra leikmanna landsliðsins sem spila utan heimalandsins og yrði það magnað afrek ef liðinu tækist að fara alla leið.Fótbolti fyrir Krist Alls hafa fjórir leikmenn frá Úganda spilað með ÍBV frá árinu 2006. Fyrstur kom varnarmaðurinn Andrew Mwesigwa sem spilaði í Eyjum í fjögur ár. Upphaflega kom tengingin við hann í gegnum bandarískan leikmann sem spilaði með ÍBV á þeim árum, Jonah Long. Hann var tengdur inn í keppni sem nefnist Football for Christ, fótbolti fyrir Krist, en allir Úgandamennirnir sem hingað hafa komið eru mjög trúræknir. Eftir það byrjaði boltinn að rúlla og Tonny kom til Eyja eftir að Heimir Hallgrímsson, þáverandi þjálfari ÍBV, fór til Úganda og sá hann spila með landsliðinu. „Þeir hafa alltaf haft fulla trú á okkur,“ segir Tonny um þjálfara sína og landa sinna hjá ÍBV í gegnum árin. „Þess vegna komum við allir fjórir. Reynslan mín hefur verið virkilega góð og ég veit með vissu að hér hef ég bætt mig mikið sem knattspyrnumaður.“ Hann dreymir, eins og alla knattspyrnumenn, um að komast að í stærri deild og hjá stærra liði. „Fyrst þegar ég kom sagði Heimir mér að einbeita mér og spila vel, því það eru alltaf lið hér og þar að fylgjast með íslenska boltanum. Ég er enn ungur og á mér enn þennan draum. Ég mun því halda áfram að gera mitt besta fyrir ÍBV.“Lánsamur í æsku Tonny fæddist í suðurhluta landsins og ólst upp í bæ sem heitir Masaka. Hann byrjaði að spila fótbolta samhliða skólagöngu fimm ára gamall og æfði reglulega með skólaliði sínu frá þrettán ára aldri. Eftir útskrift komst hann strax að hjá Masaka LC, liði í efstu deild. Þaðan fór hann til höfuðborgarinnar Kampala þar sem hann spilaði með KCC og síðar Police og URA. Hann náði að verða meistari í heimalandinu áður en hann var keyptur til ÍBV árið 2009. Hann kemur úr stórri fjölskyldu og á sex bræður og fjórar systur. Hann er yngstur bræðranna og átti góða æsku. „Ég var það lánsamur að mig skorti aldrei neitt. Fjölskyldan mín var hvorki rík né fátæk en gat alltaf séð fyrir okkur systkinunum. Það er ekki sjálfgefið í Afríku.“ Hann á kærustu heima fyrir og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni. „Ég hlakka mikið til að takast á við það hlutverk,“ segir hann brosandi en móðirin verðandi á von á sér um það leyti sem tímabilið klárast í Pepsi-deildinni í haust.Kýr í gullverðlaun Úganda var bresk nýlenda en hlaut sjálfstæði árið 1962. Borgarastyrjaldir hafa sett svip sinn á þjóðlífið í landinu og Tonny segir að það hafi hindrað framgang knattspyrnunnar þar. „Það hafa verið átök í norðurhluta landsins en ég vonast auðvitað eftir friði fyrir landið mitt. Úganda er fallegt land, kölluð perla Afríku og landið er vinsælt hjá ferðamönnum.“ Hann segir stéttaskiptingu mikla þar eins og í öðrum Afríkuríkjum. „Vel stæðar fjölskyldur búa í fallegum hverfum sem minna á evrópskt umhverfi. En fátæktin er oft mikil og það getur verið erfitt að vinna sig upp úr henni.“ Tonny hefur lagt sitt af mörkum til samfélagsins og lýkur viðtalinu á skemmtilegri sögu af móti sem hann skipulagði í fæðingarbæ sínum. „Ég vildi gera eitthvað fyrir fólkið heima og skipulagði þetta mót svo að ungir knattspyrnumenn gætu auglýst sig og kannski komist að hjá knattspyrnuliðum. Þetta var um síðustu jól og því fannst mér tilvalið að kaupa stóra kú og gefa sigurliðinu. Fólkið þurfti kjöt vegna hátíðahaldanna. Liðið sem varð í öðru sæti fékk fótboltatreyjur,“ segir hann og hlær dátt. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Tonny Mawejje, Úgandamaðurinn í liði ÍBV, er þekkt nafn í íslenskri knattspyrnu enda á sínu fimmta tímabili hér á landi. Þessi 26 ára öflugi miðvallarleikmaður er þekktur af góðu einu í Vestmannaeyjum og lofaður af liðsfélögum sínum og þjálfurum sem einstakt ljúfmenni. „Mér fannst allt of kalt á Íslandi þegar ég kom hingað fyrst,“ rifjar hann upp þegar Fréttablaðið hitti á hann í vikunni. Þá var hann staddur í höfuðstaðnum fyrir leik gegn Val í Pepsi-deildinni. Hann skoraði í 1-1 jafntefli og það var viðeigandi því það var hans 100. leikur í deildar- og bikarkeppni fyrir ÍBV. „En ég vandist því og kann vel við íslenskt veðurfar í dag. Ég þarf svo að venjast hitanum þegar ég kem aftur heim. Það tekur yfirleitt um viku fyrir líkamann að aðlagast honum.“Hetja með landsliðinu Tonny er einmitt nýkominn aftur til landsins eftir ferð til Úganda, sem er í austurhluta Afríku, vegna tveggja landsleikja í undankeppni HM 2014. Úgandamenn þurftu að vinna þá báða til að eiga enn möguleika á sæti í úrslitakeppni HM 2014. Okkar maður gerði sér lítið fyrir og skoraði sigurmark beggja leikja. „Það var virkilega góð tilfinning að skora sigurmark fyrir framan 45 þúsund manns,“ segir hann brosandi en fótbolti er vinsælasta íþrótt Úganda, þjóðar með 36 milljónir íbúa. „Þetta voru jafnir leikir og ég er mjög þakklátur fyrir sigrana. Nú eigum við úrslitaleik gegn Senegal í september um sigur í riðlinum. Þetta er útileikur en það góða er að hann fer fram á hlutlausum velli, vegna óláta stuðningsmanna Senegal í síðasta leik.“ Úganda hefur aldrei komist í lokakeppni HM og ef liðið vinnur Senegal kemst það í umspilsrimmu um farseðilinn til Brasilíu. Tonny er einn fárra leikmanna landsliðsins sem spila utan heimalandsins og yrði það magnað afrek ef liðinu tækist að fara alla leið.Fótbolti fyrir Krist Alls hafa fjórir leikmenn frá Úganda spilað með ÍBV frá árinu 2006. Fyrstur kom varnarmaðurinn Andrew Mwesigwa sem spilaði í Eyjum í fjögur ár. Upphaflega kom tengingin við hann í gegnum bandarískan leikmann sem spilaði með ÍBV á þeim árum, Jonah Long. Hann var tengdur inn í keppni sem nefnist Football for Christ, fótbolti fyrir Krist, en allir Úgandamennirnir sem hingað hafa komið eru mjög trúræknir. Eftir það byrjaði boltinn að rúlla og Tonny kom til Eyja eftir að Heimir Hallgrímsson, þáverandi þjálfari ÍBV, fór til Úganda og sá hann spila með landsliðinu. „Þeir hafa alltaf haft fulla trú á okkur,“ segir Tonny um þjálfara sína og landa sinna hjá ÍBV í gegnum árin. „Þess vegna komum við allir fjórir. Reynslan mín hefur verið virkilega góð og ég veit með vissu að hér hef ég bætt mig mikið sem knattspyrnumaður.“ Hann dreymir, eins og alla knattspyrnumenn, um að komast að í stærri deild og hjá stærra liði. „Fyrst þegar ég kom sagði Heimir mér að einbeita mér og spila vel, því það eru alltaf lið hér og þar að fylgjast með íslenska boltanum. Ég er enn ungur og á mér enn þennan draum. Ég mun því halda áfram að gera mitt besta fyrir ÍBV.“Lánsamur í æsku Tonny fæddist í suðurhluta landsins og ólst upp í bæ sem heitir Masaka. Hann byrjaði að spila fótbolta samhliða skólagöngu fimm ára gamall og æfði reglulega með skólaliði sínu frá þrettán ára aldri. Eftir útskrift komst hann strax að hjá Masaka LC, liði í efstu deild. Þaðan fór hann til höfuðborgarinnar Kampala þar sem hann spilaði með KCC og síðar Police og URA. Hann náði að verða meistari í heimalandinu áður en hann var keyptur til ÍBV árið 2009. Hann kemur úr stórri fjölskyldu og á sex bræður og fjórar systur. Hann er yngstur bræðranna og átti góða æsku. „Ég var það lánsamur að mig skorti aldrei neitt. Fjölskyldan mín var hvorki rík né fátæk en gat alltaf séð fyrir okkur systkinunum. Það er ekki sjálfgefið í Afríku.“ Hann á kærustu heima fyrir og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni. „Ég hlakka mikið til að takast á við það hlutverk,“ segir hann brosandi en móðirin verðandi á von á sér um það leyti sem tímabilið klárast í Pepsi-deildinni í haust.Kýr í gullverðlaun Úganda var bresk nýlenda en hlaut sjálfstæði árið 1962. Borgarastyrjaldir hafa sett svip sinn á þjóðlífið í landinu og Tonny segir að það hafi hindrað framgang knattspyrnunnar þar. „Það hafa verið átök í norðurhluta landsins en ég vonast auðvitað eftir friði fyrir landið mitt. Úganda er fallegt land, kölluð perla Afríku og landið er vinsælt hjá ferðamönnum.“ Hann segir stéttaskiptingu mikla þar eins og í öðrum Afríkuríkjum. „Vel stæðar fjölskyldur búa í fallegum hverfum sem minna á evrópskt umhverfi. En fátæktin er oft mikil og það getur verið erfitt að vinna sig upp úr henni.“ Tonny hefur lagt sitt af mörkum til samfélagsins og lýkur viðtalinu á skemmtilegri sögu af móti sem hann skipulagði í fæðingarbæ sínum. „Ég vildi gera eitthvað fyrir fólkið heima og skipulagði þetta mót svo að ungir knattspyrnumenn gætu auglýst sig og kannski komist að hjá knattspyrnuliðum. Þetta var um síðustu jól og því fannst mér tilvalið að kaupa stóra kú og gefa sigurliðinu. Fólkið þurfti kjöt vegna hátíðahaldanna. Liðið sem varð í öðru sæti fékk fótboltatreyjur,“ segir hann og hlær dátt.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira