Enski boltinn

Vona að Caulker snúi baki við Englandi og velji Skotland

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Caulker grínast í Chris Smalling á landsliðsæfingu síðastliðið vor.
Caulker grínast í Chris Smalling á landsliðsæfingu síðastliðið vor. Mynd/EPA
Barátta knattspyrnulandsliða heimsins um leikmenn heldur áfram. Nú vilja Skotar fá enskan landsliðsmann yfir landamærin.

Steven Caulker, liðsfélagi Arons Einar Gunnarssonar hjá Cardiff í ensku úrvalsdeildinni, hefur leikið vináttuleik fyrir England. Hann skoraði reyndar í honum og hefur því heldur betur góða tölfræði í landsleikjum hjá miðverðinum.

Þar sem leikurinn var ekki keppnisleikur gæti Caulker sótt um að spila fyrir Skotland. Amma hans er skosk sem ætti að vera næg ástæða til að spila fyrir hönd þjóðarinnar.

„Eins og ég skil reglurnar ætti honum að vera þetta frjálst. Við þekkjum hann og fylgdumst vel með honum hjá Tottenham,“ segir Mark McGhee, aðstoðarþjálfari skoska landsliðsins. Hann segir Skota með öll net úti í leit að styrkingu fyrir landsliðið.

„Ég efast um að það séu margir leikmenn þarna úti sem gætu spilað fyrir Skotland sem við höfum misst af. Við höldum samt öllu opnu og þetta er í höndum þjálfarans. Við vinnum eftir settum reglum,“ sagði McGhee og bætti við:

„Að því sögðu þá hvet ég alla skoska leikmenn sem við vitum ekki af til þess að hringja í okkur.“

Athygli vakti þegar Aron Jóhannsson kaus að leika fyrir Bandaríkin frekar en Ísland. Aron spilaði með yngri landsliðum Íslands. Sömuleiðis hefur brasiíski framherjinn Diego Costa fengið grænt ljós á að spila fyrir Spánverja þrátt fyrir að hafa spilað með Brasilíu í vináttuleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×