Fótbolti

Strákarnir hafa það gott á Saga Class

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson.
Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson.
Það fer vel um strákana okkar í Eldfelli, þotu Icelandair sem er nú á leið til Zagreb í Króatíu, ef marka má myndir sem þeir birtu á Instagram.

Strákarnir fengu sérstaka flýtimeðferð í flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun og er allt gert til að gera ferðalagið þeirra sem þægilegast, enda mikilvægasti leikur landsliðsins frá upphafi fram undan.

Ísland mætir Króatíu í síðari viðureign liðanna í umspilsrimmu þeirra um sæti á HM 2014 í Brasilíu. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli á Laugardalsvelli á föstudagskvöldið og eiga okkar menn því enn góðan möguleika á að tryggja sér farseðilinn til Brasilíu.

Aron Einar Gunnarsson og Alfreð Finnbogason.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×