Fóru í viðtal við króatíska sjónvarpsstöð | Mun styðja Ísland alla leið Stefán Árni Pálsson skrifar 18. nóvember 2013 16:18 Darri Stanko Miljevic og Hjalti Rögnvaldsson í viðtali hjá HRTV4 myndir / Eva Ruza Miljevic „Við vorum teknir í viðtal á sjónvarpsstöðinni HRTV 4 í dag,“ sagði Sigurður Þór Þórsson sem staddur er út í Króatíu til að fylgjast með íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Ísland mætir Króatíu í síðari leik liðanna í umspilinu um sæti á HM í Brasilíu sem fram fer næsta sumar. Darri Stanko Miljevic er ásamt þremur tengdasonum sínum. Miljevic er Króati en mun styðja íslenska landsliðið á Maksimir-vellinum annað kvöld. Þeir Sigurður Þór Þórsson, Rafn Árnason og Hjalti Rögnvaldsson eru með Darra í ferðinni og hafa þeir fengið þó nokkra athygli frá króatískum fjölmiðlum. „Þeir vildu vita hvernig okkur líkaði dvölin hér í Zagreb og hvað væri okkar álit á leiknum annað kvöld. Darri fór í viðtal og fór það allt fram á króatísku. Darri hefur ekki komið hingað í 42 ár og fékk eðlilega þá spurningu hvort hann ætlaði sér að sitja Króatíumegin eða vera með okkur Íslendingum í stúkunni annað kvöld. Hann svaraði því skýrt og sagðist vera gallharður Íslendingur.“ „Stemningin er rosalega góð hér út og um 700 Íslendingar mættir á svæðið. Menn skemmtu sér vel hér í gærkvöldi og voru margir Íslendingar fram til þrjú um nótt að skemmta sér, en hér loka skemmtistaðir um það leyti.“ „Þegar við lentum keyrðu þrjár rútur okkur á hótelið í lögreglufylgd og greinilega mikið umstang í kringum þennan leik. Fólk er aðallega að tala um hversu magnað það er að svona lítil þjóð sé komin svona langt í þessari keppni. Króötum finnst í raun magnað hvað fólk frá svona litlu landi er tilbúið að leggja á sig til að styðja sitt lið.“Vísir greindi frá því í morgun að leikmenn króatíska liðsins hefðu drukkið þó nokkra bjóra eftir fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli á föstudaginn. „Við höfum aðeins orðið varir við umfjöllun um það hér í Króatíu en það fer samt ekki mikið fyrir þessu. Króatar virðast vera nokkuð smeykir eftir fyrri leikinn og hræðast þeir nokkuð að leikmenn króatíska liðsins séu að vanmeta íslenska landsliðið. Þeir eru ekki eins kokhraustir núna og þeir voru fyrir nokkrum dögum. Það er líka eðlilegt, við erum alltaf að fara taka þennan leik á morgun.“ HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira
„Við vorum teknir í viðtal á sjónvarpsstöðinni HRTV 4 í dag,“ sagði Sigurður Þór Þórsson sem staddur er út í Króatíu til að fylgjast með íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Ísland mætir Króatíu í síðari leik liðanna í umspilinu um sæti á HM í Brasilíu sem fram fer næsta sumar. Darri Stanko Miljevic er ásamt þremur tengdasonum sínum. Miljevic er Króati en mun styðja íslenska landsliðið á Maksimir-vellinum annað kvöld. Þeir Sigurður Þór Þórsson, Rafn Árnason og Hjalti Rögnvaldsson eru með Darra í ferðinni og hafa þeir fengið þó nokkra athygli frá króatískum fjölmiðlum. „Þeir vildu vita hvernig okkur líkaði dvölin hér í Zagreb og hvað væri okkar álit á leiknum annað kvöld. Darri fór í viðtal og fór það allt fram á króatísku. Darri hefur ekki komið hingað í 42 ár og fékk eðlilega þá spurningu hvort hann ætlaði sér að sitja Króatíumegin eða vera með okkur Íslendingum í stúkunni annað kvöld. Hann svaraði því skýrt og sagðist vera gallharður Íslendingur.“ „Stemningin er rosalega góð hér út og um 700 Íslendingar mættir á svæðið. Menn skemmtu sér vel hér í gærkvöldi og voru margir Íslendingar fram til þrjú um nótt að skemmta sér, en hér loka skemmtistaðir um það leyti.“ „Þegar við lentum keyrðu þrjár rútur okkur á hótelið í lögreglufylgd og greinilega mikið umstang í kringum þennan leik. Fólk er aðallega að tala um hversu magnað það er að svona lítil þjóð sé komin svona langt í þessari keppni. Króötum finnst í raun magnað hvað fólk frá svona litlu landi er tilbúið að leggja á sig til að styðja sitt lið.“Vísir greindi frá því í morgun að leikmenn króatíska liðsins hefðu drukkið þó nokkra bjóra eftir fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli á föstudaginn. „Við höfum aðeins orðið varir við umfjöllun um það hér í Króatíu en það fer samt ekki mikið fyrir þessu. Króatar virðast vera nokkuð smeykir eftir fyrri leikinn og hræðast þeir nokkuð að leikmenn króatíska liðsins séu að vanmeta íslenska landsliðið. Þeir eru ekki eins kokhraustir núna og þeir voru fyrir nokkrum dögum. Það er líka eðlilegt, við erum alltaf að fara taka þennan leik á morgun.“
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira