Seinni leikirnir í umspili um laust á HM fara fram í kvöld og býður íþróttavefur Vísis lesendum sínum upp á að fylgjast með þeim öllum samtímis.
Ísland og Króatía gerðu markalaust jafntefli. Portúgal vann 1-0 sigur á Svíum, Grikkland skellti Rúmeníu, 3-1, og Úkraína vann Frakkland, 2-0, í fyrri leikjum liðanna.
Neðst í fréttinni má sjá sjálfvirka uppfærslu á helstu atvikum í leikjunum.
Svo nægir að smella á viðkomandi leik til að fá frekari upplýsingar - byrjunarlið, skiptingar, spjöld og mörk.

