Fótbolti

Eiður og Birkir Már byrja gegn Króatíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári byrjar í kvöld.
Eiður Smári byrjar í kvöld. Mynd/Vilhelm
Lars Lagerbäck gerði tvær breytingar á byrjunarliði Íslands gegn Króatíu í kvöld eins og búast mátti við.

Eiður Smári Guðjohnsen tekur sæti Kolbeins Sigþórssonar í sóknarlínu Íslands en Kolbeinn meiddist í fyrri leiknum á Laugardalsvelli og fór ekki með til Króatíu.

Þá snýr Birkir Már Sævarsson aftur í stöðu hægri bakvarðar eftir að hafa tekið út leikbann á föstudagskvöldið. Hann tekur sæti Ólafs Inga Skúlasonar sem fékk að líta rauða spjaldið í fyrri leiknum.

Að öðru leyti er liðið skipað sömu leikmönnum og náðu markalausu jafntefli á Laugardalsvellinum. Leiknum verður lýst beint hér á Vísi.

Guðmundur Benediktsson greindi stuðningsmönnum Íslands frá byrjunarliðinu á töflufundi nú rétt í þessu en hann mun lýsa leiknum beint á Bylgjunni í kvöld.

Lið Íslands (4-4-2):

Hannes Þór Halldórsson

Birkir Már Sævarsson

Kári Árnason

Ragnar Sigurðsson

Ari Freyr Skúlason

Jóhann Berg Guðmundsson

Aron Einar Gunnarsson

Gylfi Þór Sigurðsson

Birkir Bjarnason

Eiður Smári Guðjohnsen

Alfreð Finnbogason




Fleiri fréttir

Sjá meira


×