Fótbolti

Myndbandið sem strákarnir okkar horfðu á fyrir leikinn

Boði Logason skrifar
Strákarnir okkar gíruðu sig upp fyrir leikinn í kvöld með því að horfa á myndbrot úr fyrri leiknum hér á Laugardalsvelli. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins, birti myndbandið á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. 

Í myndbandinu sést hversu vel strákarnir vörðust, og þá einnig nokkur marktækifæri. Undir hljómar lagið Stick'em up með íslensku rapphljómsveitinni Quarashi. 

Horfa má á myndbandið hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×