Fótbolti

Strákarnir mátu aðstæður á Maksimir

Kolbeinn Tumi Daðason í Zagreb skrifar
Myndir/Vilhelm
Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu eru mættir á keppnisvöllinn þar sem leikurinn stóri hefst klukkan 19.15.

Strákarnir tóku klassískan göngutúr á græna og vota grasinu á Maksimir-leikvanginum. Þeir virtust léttir og kátir, stilltu sér upp fyrir myndatöku og virkuðu í góðum gír.

Flautað verður til leiks hér í Zagreb klukkan 19.15 og verður leikurinn í beinni útvarps- og textalýsingu. Gummi Ben lýsir á Bylgjunni en útsendinguna má einnig nálgast hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×