Fremsti íþróttamaður sögunnar leikur sinn síðasta leik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2013 16:30 Mynd/Fésbókarsíða Tendulkar Aðeins eitt kemst að hjá Indverjum þann 18. nóvember þegar sönn þjóðhetja leggur kylfuna á hilluna. Líklega komast fáir með tærnar þar sem íþróttamenn á borð við Michael Jordan hafa hælana. Í hinum vestræna heimi að minnsta kosti. Ef haldið er í austurátt væru vafalítið fjölmargir tilbúnir að færa fyrir því rök að Sachin Tendulkar standi honum framar. Engin spurning er í þeirra augum að þar fari sá fremsti í sögunni. Já, þið lásuð rétt. Sachin Tendulkar. Að öðrum ólöstuðum fremsti krikketleikmaður allra tíma. Íþróttin er lítið stunduð hér á Íslandi og sömuleiðis í Bandaríkjunum. Hún nýtur þó mikilla vinsælda hjá Bretum og hjá þjóðum sem þeir drottnuðu á sínum tíma yfir. Fyrir þá hina sömu er Tendulkar merkilegri íþróttamaður en Jordan, Tom Brady, Pele og Wayne Gretzky. Fleiri mætti telja og líklega leggja saman. Tendulkar er maðurinn.Tendulkar með umrædda mynt.Í fæðingarlandinu, Indlandi, er erfitt að koma orðum að því hve miklu hann skipti fólkið. Þann 18. nóvember mun tíminn standa í stað. Indverjar mæta Vestur-Indíum og verða augu allra á skjánum. Nema þeirra sem eru svo heppnir að eiga miða á völlinn. Bollywood-stjörnurnar hafa tekið deginn frá til að fylgjast með íþróttamanninum fertuga spila sinn síðasta leik. Blaðamenn hafa fært rök fyrir því að Tendulkar eigi að gera að íþróttamálaráðherra. Búið er að slá nýja mynt með mynd af Tendulkar honum til heiðurs sem var notuð á dögunum til að ákvarða hvort landsliðið myndi byrja að slá í leiknum þann 18. nóvember. Búið er að reisa risastóra vaxmynd af honum fyrir utan leikvanginn og fyrirhugað er að láta 199 kíló af rósablöðum falla á hann úr tveimur flugvélum. Eitt kíló fyrir hvern leik. Til að einfalda hlutina má benda á að líkt og Michael Jackson heitinn, þá hefur Tendulkar bæði komið fram í auglýsingum fyrir gosdrykkjarisana Coke og Pepsi.Sachin Tendulkar á kóngastól.Allt frá því Tendulkar fékk boltann í andlitið í fyrsta landsleiknum gegn Pakistan 16 ára gamall, um það leyti sem Berlínarmúrinn var á niðurleið, þurrkaði blóðið og sló næsta bolta eins langt og mögulegt var, hefur hann verið þjóðhetja. Indverjar áttu hetju. Hetju sem hefur leitt þá til sigurs á krikketvellinum og fengið landa sína til að gleyma öðrum erfiðleikum sem að steðja. Sumir Indverjar segja ekki muna hvernig lífið var fyrir tíð Tendulkar. Einhverjir vilja hann sem forsætisráðherra. Kosningar eru framundan í maí og skyldi enginn útiloka neitt. Hann á þegar sæti í indverska þinginu. Nánari umfjöllun um Sachin Tendulkar, sem textinn að ofan er byggður á, má finna á vef Globalpost. Íþróttir Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Sjá meira
Aðeins eitt kemst að hjá Indverjum þann 18. nóvember þegar sönn þjóðhetja leggur kylfuna á hilluna. Líklega komast fáir með tærnar þar sem íþróttamenn á borð við Michael Jordan hafa hælana. Í hinum vestræna heimi að minnsta kosti. Ef haldið er í austurátt væru vafalítið fjölmargir tilbúnir að færa fyrir því rök að Sachin Tendulkar standi honum framar. Engin spurning er í þeirra augum að þar fari sá fremsti í sögunni. Já, þið lásuð rétt. Sachin Tendulkar. Að öðrum ólöstuðum fremsti krikketleikmaður allra tíma. Íþróttin er lítið stunduð hér á Íslandi og sömuleiðis í Bandaríkjunum. Hún nýtur þó mikilla vinsælda hjá Bretum og hjá þjóðum sem þeir drottnuðu á sínum tíma yfir. Fyrir þá hina sömu er Tendulkar merkilegri íþróttamaður en Jordan, Tom Brady, Pele og Wayne Gretzky. Fleiri mætti telja og líklega leggja saman. Tendulkar er maðurinn.Tendulkar með umrædda mynt.Í fæðingarlandinu, Indlandi, er erfitt að koma orðum að því hve miklu hann skipti fólkið. Þann 18. nóvember mun tíminn standa í stað. Indverjar mæta Vestur-Indíum og verða augu allra á skjánum. Nema þeirra sem eru svo heppnir að eiga miða á völlinn. Bollywood-stjörnurnar hafa tekið deginn frá til að fylgjast með íþróttamanninum fertuga spila sinn síðasta leik. Blaðamenn hafa fært rök fyrir því að Tendulkar eigi að gera að íþróttamálaráðherra. Búið er að slá nýja mynt með mynd af Tendulkar honum til heiðurs sem var notuð á dögunum til að ákvarða hvort landsliðið myndi byrja að slá í leiknum þann 18. nóvember. Búið er að reisa risastóra vaxmynd af honum fyrir utan leikvanginn og fyrirhugað er að láta 199 kíló af rósablöðum falla á hann úr tveimur flugvélum. Eitt kíló fyrir hvern leik. Til að einfalda hlutina má benda á að líkt og Michael Jackson heitinn, þá hefur Tendulkar bæði komið fram í auglýsingum fyrir gosdrykkjarisana Coke og Pepsi.Sachin Tendulkar á kóngastól.Allt frá því Tendulkar fékk boltann í andlitið í fyrsta landsleiknum gegn Pakistan 16 ára gamall, um það leyti sem Berlínarmúrinn var á niðurleið, þurrkaði blóðið og sló næsta bolta eins langt og mögulegt var, hefur hann verið þjóðhetja. Indverjar áttu hetju. Hetju sem hefur leitt þá til sigurs á krikketvellinum og fengið landa sína til að gleyma öðrum erfiðleikum sem að steðja. Sumir Indverjar segja ekki muna hvernig lífið var fyrir tíð Tendulkar. Einhverjir vilja hann sem forsætisráðherra. Kosningar eru framundan í maí og skyldi enginn útiloka neitt. Hann á þegar sæti í indverska þinginu. Nánari umfjöllun um Sachin Tendulkar, sem textinn að ofan er byggður á, má finna á vef Globalpost.
Íþróttir Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Sjá meira