Enski boltinn

Manchester City vann Newcastle eftir framlengdan leik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Negredo fagnar hér marki sínu í kvöld.
Negredo fagnar hér marki sínu í kvöld. nordicphotos/getty
Manchester City vann góðan sigur, 2-0, á Newcastle í enska deildarbikarnum í kvöld en leikurinn fór fram á St. James Park, heimavelli Newcastle.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 0-0 og því þurfti að framlengja leikinn.

Í framlengingunni voru það gestirnir sem voru sterkari en það var Alvaro Negredo sem skoraði fyrsta mark leiksins eftir tíu mínútna leik í framlengingunni.

Edin Dzeko kláraði síðan leikinn nokkrum mínútum síðar og þar við sat.

Manchester City er því komið áfram í enska deildarbikarnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×